top of page

Samanburður á bollum. Heimaverkefni 1 í Heilsufæði

  • Elín Sizemore
  • Sep 11, 2020
  • 2 min read

Heimaverkefnið þessa vikuna var að baka tvær gerðir af brauðbollum og bera þær saman. Önnur uppskriftin er morgunverðabollur og hin Bollur og horn. Verkefnið var að baka báðar tegundir, bera saman bragð, mýkt og gæði og gera grein á milli hvor er hollari og hvers vegna.


Bragðgæði, mýkt og gæði


Morgunverðarbollur:

Þegar ég las uppskriftina sá ég strax að þetta yrðu mjög grófar bollur en í uppskriftinni er bæði hveitiklíð og heilhveiti. Uppskriftin er auðveld og deigið var mjög meðfærilegt og þægilegt. Ég passaði mig á að hnoða deigið mjög vel og að láta deigið hefa sig vel eins og stóð í uppskriftinni. Ég setti graskersfræ á bollurnar eftir að ég penslaði þær með eggi því ég persónulega er hrifnari af þeim fræjum en sólblómafræjum.

Þegar ég skar í bolluna sá ég strax að það að hnoða vel og láta þær hefast vel borgaði sig, bollurnar voru mjög léttar að innan og mjúkar. Bollurnar voru mjög bragðgóðar og graskersfræin pössuðu vel á bollurnar.


Bollur og horn:

Uppskriftin er frekar einföld og er aðeins notað hvítt hveiti í þessari uppskrift. Deigið var meðfærilegt og eins og með hina uppskriftina hnoðaði ég deigið mjög vel og lét það hefast eftir fyrirmælum. Ég setti birkifræ á bollurnar, þar sem þær gefa gott bragð.

Utan á var bollan aðeins stökk en þegar ég skar í bolluna var bollan mjög létt að innan eins og hún kæmi úr bakarí. Birkifræin gerðu mikið fyrir bolluna annars væri hún bragðminni.


Niðurstaða:

Mér fannst morgunverðarbollurnar bragðbetri og bragðmeiri en bollur og horn. Ég persónulega er hrifnari af grófarar brauði en fínu. Ég fann ekki mikinn mun á mýkt á bollunum, þær voru báðar mjög mjúkar og léttar í að innan og örlítið stökkar að utan. Fræjin og kornin gerðu mikið fyrir báðar uppskriftirnar.


Hollusta og gæði


Af þessum tveim uppskriftum eru morgunverðarbollurnar klárlega hollari kostur og betri gæði í þeim.

Í uppskriftinni bollur og horn er aðeins hvítt hveiti á meðan það er heilhveiti og hveitiklíð í morgunverðarbollunum en í Grundvelli ráðlegginga um matarræði og ráðlagðir dagskammtar næringarefna frá Embætti landlæknis er ráðlagt að skipta út fínunnum kornvörur í heilkornavörur. Þar með er trefjamagnið töluvert meira í morgunverðabollunum en í bollur og horn.

Kolvetnamunurinn er ekki mikill en þá er munurinn hvaðan kolvetnin koma. Morgunverðarbollurnar fá mestu kolvetnin úr heilkorni sem er með fullt af trefjum í. Trefjar draga úr hættunni á meltingavandamálum, ristilsjúkdómum, hjarta-og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Auk þess hjálpar trefjaríkur matur hjálpar við að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd. Bollur og horn innihalda þar með verri kolvetni vegna minna trefjamagns út af hvíta hveitinu.

Einnig segja ráðleggingarnar að skipta eigi úr smjöri eða viðbiti úr smjöri í jurtaolíur eða viðbit úr olíum. Ég reyndar lenti í því að ég átti ekki nóg af smjöri í bollur og horn og búðin lokuð þannig að ég notaði smjörlíki í staðinn. En morgunverðarbollurnar eru með rapsolíu sem er úr jurtaríkinu og er fullar af cis-einómettuðum fitusýrum sem er ráðlagt í staðin fyrir mettaða/harða fitu. Fita veitir okkur lífsnauðsynlegar fitusýrur sem og vítamín en þá er val á fitunni mikilvægt.


ree


 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page