top of page

Súkkulaðimús

  • Elín Sizemore
  • Nov 22, 2024
  • 2 min read

Súkkulaðimús er alltaf vinsæll eftirréttur og hef ég smakkað allskonar útgáfur af skemmtilegum útgáfum. Súkkulaðimús er eftirréttur sem þarf ekki mikið af og gott að bera fram með ferskum berjum sem gefur ferskleika á móti súkkulaðibragðinu. Þetta er eftirréttur sem fullkominn er eftir að hafa borðað rautt kjöt í aðalrétt.

Planið var að gera frómas en það var matarlímskortur hérna á austurlandi og ákvað ég því að gera eina mjög hefbundna og klassíska uppskrift af súkkulaðimús. Uppskriftin er frá Evu Laufey https://evalaufeykjaran.is/sukkuladimusin-sem-allir-elska/ og þótt hún sé með nokkrar uppskriftir af súkkulaðimús þá lofar hún að allir elski þessa, sem reyndist svo vera rétt á mínu heimili.

Súkkulaðimúsin þarf að vera í kæli í að minnsta kosti 3 klukkutíma áður en hún er borin fram, en best er að gera hana daginn áður.

Uppskriftin er frekar einföld og auðvelt að gera en mikilvægt er að fara eftir nákvæmum leiðbeiningum.


Súkkulaðimúsin sem allir elska


  • 25 g smjör

  • 200 g suðusúkkulaði

  • 250 ml rjómi

  • 3 stk egg

  • 2 msk sykur


Aðferð:

  1. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti.

  2. Hellið súkkulaðinu síðan í skál, kælið og blandið þremur eggjarauðum saman við.

  3. Þeytið rjóma og að því loknu bætið súkkulaðiblöndunni saman við, í þremur pörtum. Leggið blönduna til hliðar.

  4. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smám saman við.

  5. Hrærið eggjahvítublöndunni mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, setjið í glös eða skál. Kælið í lágmark 3 klst. Tilvalið að útbúa kvöldi áður.


Aðferð í myndum.


Hráefni og áhöld:


ree

ree

Bræða súkkulaði og smjör við vægan hita og setja í skál til að kæla.

Á meðan súkkulaðið kælist, aðskilja eggjarauður og eggjahvítur.

Blanda svo eggjarauðum við súkkulaðið.



ree



ree

ree

Stífþeytið rjóma og bætið við súkkulaðiblöndunni í þrem pörtum. Leggið svo til hliðar.


ree

ree


ree

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið við sykrinum smátt og smátt. Bætið svo eggjahvítunni við rjómablönduna mjög varlega með sleif.


ree

ree

Setjið svo í glös og kælið.



ree

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page