top of page

Bollur og horn

  • Elín Sizemore
  • Sep 11, 2020
  • 1 min read

1 msk smjör

3 1/2 dl mjólk

3 tsk þurrger

8 dl hveiti

1/2- 1 tsk salt

1 lítið egg

birki- eða semsamfræ (má sleppa)


Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti og blandið mjólkinni saman við og hitið í 37°C (líkamshita)

  2. Hellið mjólkurblöndunni yfir gerið, hrærið gerið út og látið bíða í 5 mínútur.

  3. Setjið 7 dl af hveiti og salti saman í skál, blandið gerblöndunni saman við og hrærið vel. Setjið á borð og hnoðið, bætið meira hveiti saman við eftir þörf. Hnoðið þar til deigið er sprungulaust.

  4. Hefið deigið þar til það hefur tvöfaldað stærð sína.

  5. Hnoðið deigið niður og skiptið því í tvo jafnstóra helminga. Búið til jafnþykkar lengjur úr báðum helmingum. Skerið hvora lengju í 12 bita og búið til bollur úr bitunum.

  6. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu og látið hefast aftur í 15-20 mínútur.

  7. Penslið með sundursleggnu eggi, passið að eggið sé ekki kalt. Stráið birki- eða sesamfræjum yfir egginn ef vill.

  8. Bakið í ca 10 mínútur við 225°C í miðjum ofni.

Undirbúningstími: 15-20 mínútur

Hefur: ca 1 klukkustund

Bökunartími: ca 10 mínútur

Ofnhiti: 225°C

Staðsetning: í miðjum ofni


Hráefni:


ree

Áhöld:


ree

Aferð:


ree
ree


ree
ree

ree
ree

ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page