top of page

Ávaxtasæla

  • Elín Sizemore
  • Oct 16, 2020
  • 1 min read

Þessi kaka kemur upprunalega úr bókinni Af bestu lyst 4. Ég notaði aðeins döðlur í mína köku, en hægt er að nota hvaða ávexti sem er eða sultu.


Fylling:

4 dl þurrkaðir ávextir, til dæmis sveskjur, döðlur, apríkósur

1 dl vatn


Kaka:

7 1/2 dl haframjöl

3 dl hveiti

2 dl heilhveiti

2 1/2 dl púðursykur

2 dl olía

2 egg

2 tsk lyftiduft

Aðferð:

  1. Sjóddu vatn í potti, slökktu á hellunni og settu sveskjur og döðlur í vatnið og láttu standa í 5 mínútur. Maukaðu ávextina. Það má nota hvaða þurrkuðu ávexti sem er eða nota sultu.

  2. Settu allt sem á að fara í kökuna í hrærivélaskál og hnoðaðu með hnoðkrók eða höndunum.

  3. Bleyttu bökunarpappír og settu í botn á ofnskúffu og upp með hliðunum (gert til að þurfa ekki að smyrja formið). Settu 2/3 hluta deigsins þar yfir og þjappaðu niður í köku.

  4. Dreifðu ávaxtamaukinu yfir deigið.

  5. Dreifðu afganginum af deiginu yfir ávaxtamaukið og bakaðu við 200°C í u.þ.b 30 mínútur.



ree
ree

ree
ree
ree

ree
ree
ree

ree
ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page