Tvær grænmetispizzur
- Elín Sizemore
- Sep 22, 2020
- 2 min read
Hér er uppskrift af tveim grænmetispizzum sem koma úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa eftir Sollu Eiríks. Fyrst kemur grunnuppskriftin af botninum sem dugar í tvo pizzabotna og svo kemur samsetning af áleggjum á botnanna.
Grunn-Flatbökudeig
250g gróft spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk oregano
1-2 msk ólífuolía
125 ml heitt vatn
Aðferð:
1. Blandið þurrefnum saman í skál eða setjið í matvinnsluvél með hnoðara, það er mun auðveldara.
2. Bætið olíu útí, síðan vatninu og hnoðið deigið.
3. Stráið smá spelt á boð og fletjið deigið frekar þunnt út. Settu disk sem er um 25 cm í þvermál ofaná deigið til að ná hringlaga botni.
4. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, deigið þar ofaná og forbakið við 200°C í 3-4 mín.
5. Þegar botnarnir koma úr ofninum er mikilvægt að leggja rakt stykki ofaná botnanna, svo þeir verði ekki að tvíbökum.
-Úr uppskriftinni fást tveir botnar, 25 cm í þvermál.
Áhöld:


Aðferð:




Geitaostur og klettasalat á flatböku
1 stk forbakaður flatkökubotn
1-2 dl hefbundið pestó
10 stk grænar ólífur
3 stk plómutómatar
10 stk kapersber á stöngli
200 g geitaostur
1 dl parmesanostur
25 stk rósmarínnálar
smá sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 hnefi klettasalat
Skerið tómata í sneiðar og rífið parmesanostinn.
Smyrjið pestó á botninn og stráið ólífum, tómatsneiðum og kapersberjum yfir botninn.
Skerið geitaostinn í bita og stráið yfir ásamt parmesanosti, rósmarín, sjávarsalti og svörtum pipar.
Bakið flatbökuna við 200°C í 10 mínútur.
Á meðan flatbakan er að bakast er smart að láta klettasalatið liggja í bleyti og skutla því svo yfir bökuna þegar hún er tilbúin.






Rauðlaukur og paprika á flatböku
1 stk forbakaður flatbökubotn
1 dl hefbundið pestó
2 tsk rauðlaukur
1/2 krukka grilluð paprika
10 stk ólífur
rifinn parmesanostur
smá sjávarsalt og nýmalaður pipar
Smyrjið pestó á flatbökubotninn.
Skerið rauðlaukinn í grófa báta og stráið yfir ásamt grillaðari papriku og ólífum.
Sráið síðan rifnum parmesanosti yfir og geitaostinn og kryddið með salti og pipar.
Bakið við 200°C í 10-12 mínútur.









Comments