top of page

Tilbrigði af Boeuf Bourguinon

  • Elín Sizemore
  • Jan 29, 2023
  • 2 min read

Upprunalega uppskriftin kemur frá Evu Laufey en tilbrigðið fékk ég hjá heimilisfræðikennara. Í tilbrigðinu eru aðeins færri innihaldsefni. Þessi réttur er töluvert tímafrekur eða um 2-3 klukkustundir en hann er vel þess virði miðað við hvað hann var góður. Þetta er fullkominn réttur fyrir köld vetrarkvöld. Ég notaði matarvín í staðinn fyrir rauðvín og það var ekki til ferskt timían hér á austurlandinu og notaði ég því þurrkað. Uppskriftin af kartöflumúsinni notaði ég mína eigin uppskrif sem er oftast slumpað en ég taldi hlutföllinn núna.


Boeuf Bourguinon

fyrir 4


3-4 msk olía

700 g nautagúllas

3 beikonsneiðar skornar í bita

2 msk tómatþykkni

3 bollar nautasoð

1/2 flaska rauðvín eða 375 ml matarrauðvín

2 lárviðarlauf

ferskt tímían

svartur pipar

salt

smjör

4-5 saxaðir skalottulaukar

1 askja sveppir


Aðferð:


  1. Hitið ofn á 160°C.

  2. Hita olíu í potti sem má fara í ofn. Steikja nautakjötið við meðalhita og snúið til að brúna á öllum hliðum. Geyma svo til hliðar.

  3. Brúna beikon í sama potti. Hella svo rauðvíni ásamt vatni, nautakrafti og tómatþykkni og látið malla í smá tíma.

  4. Bæta við kjöti, lárviðarlaufi og timían við og látið suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp setjið þá lok á pottinn og setjið hann í ofninn.

  5. Steikið lauk í smjöri og kryddið með timían og pipar.

  6. Í öðrum potti setjið olíu og sveppið og steikið.

  7. Takið pott úr ofninum og bætið við lauk og sveppum.

  8. Setjið lokið aftur á og í ofninn og látið malla þar í 2 klst.


Kartöflumús


4 bökunarkartöflur

50 g smjör

3 msk rjómi

salt og pipar eftir smekk


Aðferð:


  1. Skrælið kartöflunar og skerið í sneiðar.

  2. Setjið kartöflursneiðarnar í pott og setjið vatn og sjóðið í um 15 mínútur eftir að suðan er komin upp.

  3. Takið allt vatn frá og setjið kartöflurnar í skál.

  4. bætið við smjöri og rjóma og notið handþeytara til að mauka kartöflunar og blanda. Passið að þeyta ekki of lengi, það má vera smá kekkir í músinni.

  5. Setjið salt og pipar og smakkið til .


Aðferð í myndum:


Hráefni í gúllas:


Áhöld:

Steikja gúllasið á öllum hliðum og leggja svo til hliðar.




Steikja beikonið á sömu pönnu og bæta svo við rauðvin, vatn, nautakraft og tómatþykkni og látið malla um stund.



Bætið við kjöti, lárviðarlaufi og timían og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo lok yfir og inn í ofn.



Steikið lauk með smjöri.



Og steikið sveppi í potti uppúr olíu.

Bætið í pottinn og setjið í ofninn í 2 klst.



Kartöflur.


Flysjið og skerið kartöflur í sneiðar.


Setjið vatn yfir og þegar suðan kemur upp láta sjóða í 15 mínútur.

Setjið kartöflurnar í skál ásamt smjöri og rjóma og setjið salt og pipar eftir smekk.



Lokaútkoma:



 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page