Súkkulaðibita smákökur
- Elín Sizemore
- Apr 23, 2023
- 1 min read
Þessi uppskrift fékk ég frá mömmu minni, en hana fékk hún úr einhverju kökublaði árið 1961 þegar hún var 17 ára. Þessar kökur man ég öll jól og alltaf gaman að hjálpa mömmu að baka þær og fá svo að smakka deigið líka. Ég hef svo alltaf bakað þessar kökur öll jól, stundum á öðrum árstíma og þau eru í algjör uppáhaldi á mínu heimili. Ég hef alltaf frekar kosið að nota íslenskt smjör í bakstur frekar en smjörlíki, en í þessari uppskrift þá er bara betra að hafa smjörlíki, þá heppnast hún alltaf og kökurnar haldast frekar mjúkar en með smjörinu. Ég hef prófað þær með íslensku smjöri og það var ekki það sama, sem er mjög skrítið.
Uppskrift
190 g smjörlíki
170 g sykur
170 g púðursykur
2 egg
340 g hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
1 og hálfur bolli saxað suðursúkkulaði
Aðferð.
Blanda vel saman smjörlíki, sykri og púðursykri.
Bæta svo við eggjum og hrærið vel.
Setjið afgang af hráefnum út í og hrærið vel.
Setjið bökunarpappír á plötu og setjið sirka eina matskeið á plötu með góðu millibili. Það á að nást um 36 kökur í heildina.
Bakið á 185 gráðum í 8-10 mínútur.
Aðferð í myndum:
Áhöld og hráefni.


Setjið smjör og sykur í hrærivélaskál og blandið vel saman, svo eggjum.




Svo restina af hráefnum saman og blandið vel.


Setjið á plötu með bökunarpappír um matskeið af deigi fyrir hverja köku og bakið svo í 8-10 mínútur.



Comentarios