top of page

Sólþurrkað tómatpestó

  • Elín Sizemore
  • Oct 30, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur frá bókinni Heilsuréttir Hagkaups og er frá Sollu.


125 g sólþurrkaðir tómatar

1 stk hvítlauksrif pressað

1 tsk balsamikedik

25 g fersk basil

1 tsk agavesýróp eða 1-2 döðlur

1 1/2 dl lífræn ólífuolía eða önnur kaldpressuð olía

100 g möndlur, þurr ristaðar og gróft saxaðar

um 1/2-1 tsk salt


Aðferð:

  1. Setjið sólþurrkaða tómata, hvítlauk, balsamikedik, ferskt basil og agave/döðlur í matvinnsluvélina.

  2. Hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið, setjið í skál.

  3. Grófsaxið möndlunar og bætið út í.

  4. Bragðið til með salti.

Hægt er að nota mortél í staðinn fyrir matvinnsluvél. Ef hneturnar eru lagðar í bleyti í 1-2 klst, í staðinn fyrir að þurr rista þær, flokkast þetta pestó undir hráfæði.



ree
ree

ree
ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page