top of page

Sænskar kjötbollur

  • Elín Sizemore
  • Jan 29, 2023
  • 2 min read

Þessa uppskrift fékk ég úr uppskriftabunka frá kennara, þar er ekki skilgreint hvaðan uppskriftin kemur. Ég ákvað að hafa soðnar kartöflur, sósu og rifsberjahlaup með sem meðlæti.

Ástæðan fyrir að ég valdi þessa uppskrift er að ég vissi að hún myndi vera vinsæl hjá manninum mínum og börnum. Það er alltaf vinsælt þegar við förum í heimsókn til Reykjavíkur að kíkja í Ikea að borða og þá fá allir sér frægu sænsku kjötbollurnar sem eru í boði þar.

Uppskriftin er mjög þægileg og ekki lengi að gera, einnig er hún mjög bragðgóð og verður klárlega aftur í boði á þessu heimili. Eina sem ég þurfti að sleppa í þessari uppskrift er laukurinn, en í staðinn setti ég laukduft í staðinn en einn á heimilinu er með grun fyrir óþol/ofnæmi fyrir lauk en laukduft virðist ekki hafa áhrif á hann.


Sænskar kjötbollur


1 dl brauðrasp

1 1/2 dl mjólk

1 msk smjör

1 laukur/ eða 1 msk laukduft

250 g svínahakk

250 g nautahakk

1 1/2 tsk salt

Örlítill svartur pipar

1 egg

2 msk smjör


Aðferð:


  1. Blandið brauðmylsnunni og mjólk saman í skál og leyfið því að jafna sig í um 5 mínútur.

  2. Saxið laukinn smátt.

  3. Hitið pönnu og bræðið 2 msk smjör á henni.

  4. Steikið laukinn-setjið í skál.

  5. Setjið hakkið, laukinn, saltið, piparinn, eggið, brauðraspið og mjólkina saman í eina skál og blandið vel saman. Ég setti upp gúmmihanska og blandaði vel saman með höndunum.

  6. Mótið litlar bollur út í deigið og setjið á disk.

  7. Hitið pönnu og bræðið smjörið.

  8. Steikið kjötbollurnar uppúr smjörinu og steikið allar hliðar.

Sósa


2 1/2 dl vatn

1 tsk nautakraftstengingur

1 dl vatn

2 msk hveiti

1 1/2 dl rjómi

örlítill pipar


Aðferð:


  1. Setjið vatn og nautakraft saman í pott og látið sjóða.

  2. Hristið saman vatn og hveiti og hrærið út í nautasoðið.

  3. Bætið rjómanum út í og hrærið vel.

  4. Kryddið með örlitlum pipar í lokin.

Sauð kartöflur með sem ég byrjaði að setja undir og þegar suðan kom upp byrjaði ég á að undirbúa kjötbollurnar.


Hráefni:

ree

Áhöld:


ree

Blanda saman brauðrasp og mjólk og láta jafna sig í um 5 mínútur.


ree

Þar sem ég sleppti því að nota lauk og notaði laukduft þá fór ég beint í það að blanda allt við hakkið sem á að fara í það og hnoðaði vel saman.

ree

ree

Næst gerði ég litlar bollur úr hakkblöndunni og steikti svo á pönnu.


ree

ree

ree

Því næst fór ég að gera sósuna.


ree

Setti vatn og nautatengin í pott. Á meðan ég beið eftir að suðan kom upp hrissti ég saman hveiti og vatn og bætti því við um leið og fór að sjóða. Hveitið og vatnið er í raun til að þykkja sósuna og finnur maður strax að blandan verður þykkri.


ree

Að lokum bætti ég við rjóma og pipar og smakkaði hana til.


Svo raðaði ég á disk og borðaði með bestu lyst.

ree


 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page