Sykurlaus gulrótakaka
- Elín Sizemore
- Sep 17, 2024
- 2 min read
Updated: Sep 20, 2024
Þessar gulrótaköku gerðum við í áfanga sem heitir "Sérfærði og matur við sérstök tækifæri". Þessi uppskrift er sykurlaus og án hveitis og hentar því vel fyrir þá sem eru með sykursýki.
Engin gervisæta er í uppskriftinni og í staðinn fyrir sykur eru bananar en einnig eru rúsínur sem gefa sætubragð. Í staðinn fyrir hveiti er möndlumjöl, hrísmjöl og haframjöl.
Sykur gegnir ýmsum hlutverki í bakstri t.d. bragð, áferð, útlit raka, lyftingu og stöðuleika en hægt er að nota annað í staðinn eins og sýróp og hunang, en þau geta einnig haft áhrif á blóðsykurinn og því er notað banana í þessari uppskrift og rúsínur.
Hveiti er grunn hráefni í flestum uppskriftum og eiginleiki hveitis er uppbygging og stöðugleiki, þykking, áferð og gefur jafnvægi á milli stífleika og mýktar. Til eru staðgenglar í stað hveitis og gott er að prófa sig áfram því það fer oft eftir tegund uppskriftar hvað hentar.
Kakan er mjög þétt í sér og lítur ekkert girnilega út við fyrstu sýn en virkilega bragðgóð samt sem áður. Uppskriftin er frekar auðveld þótt það taki smá tíma að gera hana og baksturstíminn frekar langur sem hentar ekki í kennslu í heimilisfræði.
Uppskrift:
75 g smjörlíki
3 gulrætur
50 gr möndlur eða möndlumjöl
2 bananar
3 dl haframjöl
1 dl rúsínur
1 dl hrísmjöl
1 tsk kanill
2 egg
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður.
Bræðið smjörlíki og kælið.
Rífið gulrætur með rifjárni og setjið í skál.
Ef notaðar eru möndlur í stað möndlumjöls, þarf að saxa þær niður og setja í skálina með gulrótunum. Ef möndlumjöl er notað er það einnig sett í skál með gulrótum.
Stappið banana vel og setjið í skálina.
Bætið haframjöli, rúsínum, hrísmjöli, kanil, smörlíki og eggjum út í og blandið þessu öllu vel saman.
Setjið kökuna í smurt form og bakið í 60 mínútur.
-Kakan er mjög bragðmikil, þess vegna er gott að skera hana niður í litla bita áður en hún er borin fram. Gott er að bera hana fram með rjóma og ávöxtum.




Comments