Svartbaunaborgari með fetaosti og jógúrtsósu
- Elín Sizemore
- Apr 2, 2023
- 2 min read
Ég var í smá veseni með að finna grænmetisrétt en sá svo þennan og hann leit vel út. Þessi réttur er ekki vegan en hentar fyrir grænmetisætur þar sem bæði er fetaostur og egg í buffinu. Ég er ekki vön að gera baunarétti og má sjálf ekki borða baunir, en ég átti góða vinkonu sem kom og smakkaði og gaf mér álit. Henni fannst hann mjög bragðgóður, hún var ekki viss með sósuna með því hún var svoldið súr en svo saman kom jafnvægi og ekkert súrt bragð. Hann var temmilega sterkur og eftirbragðið var keimur af sterku. Ég bjóst við að hann yrði svoldið sterkur þar sem bæði er chilli krydd í borgaranum og tabasco sósa í sósunni. Ég náði nú alveg að búa til sex buff úr þessu og vinkona mín tók þau glöð heim. Uppskriftina fékk á frá Gerum daginn girnilegann. Í upprunalegu uppskriftinni átti að vera sriracha tabasco sósa en hún var ekki til þannig að ég keypti hefbundna tabasco sósu.
Uppskrift
2 dósir svartar baunir
1 msk ólífuolía
1/2 paprika, smátt skorin
1/2 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, pressuð
1 1/2 tsk cumin
1 tsk chilí duft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk reykt paprika
1/2 bolli brauðrasp
1/2 bolli fetaostur
2 egg
1 msk Heinz worcestershire sósa
2 msk tómat- eða bbq sósa
salt og pipar
Aðferð:
1. Hellið vökvanum frá baununum og leggið á ofnplötu með smjörpappír. Dreyfið vel úr og eldið við 150°c í 15 mínútur.
2. Setjið olíu í pott og steikið lauk, hvítlauk og papriku við vægan hita. Setjið í skál ásamt hinum hráefnunum og bætið að lokum svörtu baunum saman við. Stappið baunirnar lítillega og mótið í buff.
3. Ef deigið er of blautt bætið þá smá hveiti saman við.
4. Grillið eða látið í 190°c heitan ofn í 10 mínútur á hvorri hlið
Sósa
1 dós hrein jógúrt
1-2 msk Tabasco sriracha sósa
1-2 msk sítrónusafi
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar
Aðferð:
Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli
Aðferð í myndum:
Hráefni og áhöld


Sigtið vökva af baunum og setjið á plötu í ofn í 15 mínútur, skerið svo niður lauk og papriku smátt og pressið hvítlaukinn og steikið til að mýkja og setjið svo í skál.






Takið baunir úr ofninum og bætið við, reynið að kremja bauninar við:


Bætið svo restina af hráefninu í skálina og blandið vel saman. Ef deigið verður of blautt bætið við hveiti.



Búið til buff og setjið á ofnplötu með bökunarpappír, bakið í 10 mínútur, snúið svo við og bakið í aðrar 10 mínútur.


Sósa:
Setjið allt í skál og hrærið, geymið í kæli.








Comments