top of page

Sticky toffee pudding

  • Elín Sizemore
  • Feb 26, 2023
  • 2 min read

Næsta uppskrift er réttur frá Bretlandi. Ég var í smá vandræðum með að finna uppskrift, því innihaldsefnin í bresku uppskriftunum voru eitthvað sem ég kannaðist ekki við. En fann svo hjá Evu Laufey uppskrift sem er í rauninni sticky toffee pudding en hún gerði það sem heila köku og kallaði þetta döðluköka með karmellu, en hún er innblástur af sticky toffee pudding sem hún kynntist þegar hún bjó í Bretlandi. https://evalaufeykjaran.is/dolukaka-me-dasamlegri-karamellusosu/

Ég var eitthvað utan við mig þegar ég var að baka þetta enda klukkan orðin mikið, en ég gleymdi lyftiduftinu! held að ég hafi líka sett of mikið vatn í upphafi fyrir döðlurnar því kakan var mjög blaut og lyftist ekkert, en hún var samt góð og kláruð! Ég ákvað að vera ekkert að gera hana aftur heldur bara sýna að allir geta gert mistök og hún var einmitt mjög "búðingsleg" áferðin.


Uppskrift

5 msk sykur

120 g smjör, við stofuhita

2 egg

100 g hveiti

210 g döðlur

1 tsk matarsódi

1/2 tsk kanill

1/2 salt

1/2 vanillu extract, eða dropar

1 1/2 tsk lyftiduft

Aðferð:


  1. Best er að byrja á því að stilla ofninn í 180°C.

  2. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið þá pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Það er gott að stappa döðlurnar rétt aðeins með gaffli.

  3. Blandið matarsóda saman við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund.

  4. Næsta skref er að þeyta smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og gott er að þeyta í eina mínútu á milli.

  5. Setjið þurrefnin saman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum.

  6. Smyrjið hringlaga form, mér finnst best að nota smelluform og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.


Heimsins besta karamellusósa

120 g smjör

1 1/2 dl rjómi

120 g púðursykur

1. Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Ég vil ekki hafa hana of þykka og ég hræri þess vegna ekki of lengi. Þessa sósu er hægt að bera fram með flestum eftirréttum, en hún er algjört lostæti.


Berið kökuna fram með rjóma eða ís… og njótið vel <3


Aðferð í myndum.


Hráefni:

ree

Áhöld:


ree

Setja döðlur í pott og vatn yfir. Þegar fer að sjóða þá taka af hitanum og leyfa því að standa í 3-4 mínútur og setjið svo matarsóda við.


ree

ree

ree

ree

Hrærið saman sykur og smjör þangað til blandan er létt og ljós. Bætið svo eggjum við.


ree

ree

Setjið svo þurrefni.


ree

ree

Setjið svo döðlumaukið rólega við og setjið svo í form.


ree

ree

Bakið í 30-40 mínútur.


ree

Þá er það heita karmellan sem fínt er að gera meðan kakan er í ofninum.

En öll hráefni fara í pott þangað til karmellan fer að sjóða. Það þarf að hræra reglulega í pottinum þangað til maður fær ágætri þykkt.


ree

ree

Setja svo karmelluna yfir kökuna þegar hún er tilbúin.


ree

ree

Þetta var nú smá klessa en mjög bragðgóð klessa.


ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page