top of page

Steiktur fiskur í raspi og heimatilbúnir kartöflubátar.

  • Elín Sizemore
  • Apr 2, 2023
  • 2 min read

Steiktur fiskur er alltaf klassískur og hefur ætíð verið vinsælt á þessu heimili. Alltaf borið fram með kartöflubátum og kokteilsósu, en yfirleitt ekki heimatilbúið eins og ég gerði hér en verður gert framvegis. Þetta var mjög vel heppnað og hver einasti biti kláraður. Uppskriftina fékk ég frá nú bara frá mömmu og er mjög hefbundinn veltur uppúr hveiti, eggi og raspi. Kartöflurnar frá Vínótek http://vinotek.is/2009/07/09/kartoflubatar/ og kokteilsósan var svoldið út í loftið. Best er að byrja á kartöflunum, gera svo sósuna og geyma í ískáp og byrja svo á fiskinum.


Fiskur í raspi

500-600 g ýsa

1 dl hveiti

2 egg

2 dl raspur

1/2 tsk salt

smá pipar

1 tsk paprikukrydd

1 tsk aromot

1 msk olía

1 msk smjörlíki


Uppskrift:

  1. Skerið ýsuflökin í hæfilega stóra bita.

  2. Setjið hveiti í eina skál, egg í aðra og hræra og rasp í þá þriðju.

  3. Setjið í raspinn, salt, pipar, paprikukrydd og aromat og blandið við.

  4. Veltið hverjum bita fyrst í hveiti, svo eggi og raspi og setjið á fat eða disk.

  5. Bræðið olíu og smjörlíki saman á pönnu á meðalhita.

  6. Steikið fiskinn þangað til hann verður gylltur og steikið þá hinum meginn.

Kartöflur

3 stk bökunarkartöflur

maldon salt

ólífuolía


  1. Skerið kartöflur í báta, ekki taka hýðið af.

  2. Setjið í skál og veltið upp úr olíu.

  3. Setja kartöflubáta á plötu og strá salti yfir

  4. Bakið í ofni á 200 gráðum í 40-45 mínútur.


Kokteilsósa

2 hlutar majónes

1 hluti tómatsósa

1 tsk bbq sósa

1 tsk gróft dijon sinnep


Aðferð í myndum:


Hráefni:

ree

Áhöld:

ree

Skera fisk í hæfilega stóra bita og setja hveiti, egg og rasp í skálar.

ree

ree

Veltið fyrst úr hveiti, svo eggi og á endanum rasp og leggið á disk.


ree

ree

ree

ree

Setjið olíu og smörlíki á pönnu og steikið á báðum hliðum á meðalhita þar til gullbrúnt.


ree

ree

Kartöflur:


ree

Aðferð í myndum:

Skera í báta og setjið í skál, setjið olíuna yfir og blandið við bátanna

ree

Setjið bátanna á plötu, salt yfir og í ofn í um 40-45 mínútur.

ree

ree

Sósan:

Hráefni sett í skál og hrært vel saman, kælið í ískáp.


ree

ree

Berið fram með gúrkum og tómötum.


ree

ree



 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page