top of page

Spaghetti bolognese

  • Elín Sizemore
  • Jan 29, 2023
  • 1 min read

Í þessu verkefni áttum við að finna uppskrift af kjöthleifi eða uppskrift af pasta með hakki. Uppskriftin sem ég valdi fékk ég fyrir mörgum árum frá frænku minni sem bjó hana til sjálf. Þessi réttur er reglulega á þessu heimili og er mjög vinsæll og krakkavænn. Það er ómissandi að setja parmesan ost yfir og bera fram með hvítlauksbrauði. Ég lét það nægja að kaupa tilbúið hvítlauksbrauð frá búðinni.


Spaghetti bolognes

Fyrir 4-5


400 g spagettí

2 hvítlauksgeirar

pasta sósa í krukku, helst hreina

2 msk tómatpaste

1 msk sykur

2 msk smjör eða olía

sjávarsalt

parmesan ostur


Aðferð:

1. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp áður en spagettí er sett í pottinn. Ámeðan er gott að saxa eða kremja hvítlaukinn.

2. Setjið smjör á pönnu og þegar smjörið er bráðnað er hvítlaukurinn settur á pönnuna og steikið í smá stund, alls ekki brenna hvítlaukinn bara velta honum upp úr smjörinu í smástund.

3. Setjið hakk á pönnunna og steikið alveg.

4. Setjið pastasósu, tómatpaste og sykurinn út í og blandið vel saman. Því lengur sem sósan mallar því betri verður hún, ég læt hana malla í alveg góður 20-30 mínútur á lágum hita.


Berið fram með hvítlauksbrauði og parmesan.


Aðferð í myndum:


Hráefni:

ree

Áhöld:

ree

Setja vatn í pott og bíða eftir suðu áður en spagettí er sett í pottinn.


ree

ree

Þegar spagettí er komið í pott er gott að byrja á kjötinu og sósunni.


Ég notaði olíu og þegar pannan var orðin heit bætti ég hvítlauknum við.

ree

Bæta svo við hakki og steikja.


ree

Bæta við sósu, paste og sykri og hræra vel við og leyfa því að malla á lágum hita í um 20-30 mín.

ree

ree

Berið fram með parmesan og hvítlauksbrauði.


ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page