Smørrebrød
- Elín Sizemore
- Feb 26, 2023
- 2 min read
Þegar komið var að því að velja fjóra rétti frá ólíkum menningarsvæðum var danskt smørrebrød það fyrsta sem kom upp í hugann á mér að gera. Hef aldrei gert það áður en hefur alltaf langað til þess því ekki bara er það gott heldur svo falleg og girnileg. Ég notaði uppskrift sem ég fann hjá Gotterí og gersemum https://www.gotteri.is/2021/09/16/danskt-smorrebrod/
Hún notaði exta danskt rúgbrauð, en eftir smá leit á netinu fann ég að það er alveg hægt að nota maltbrauð þar sem danskt rúgbrauð er oftast bara hægt að finna í Hagkaup á Dönskum dögum.
Þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel. Ég gerði tvær tegundir, rækju og roastbeef. Fékk vini til að koma og smakka og þetta hvarf ansi hratt.
Roastbeef-smurbrauð
Danskt rúgbrauð ½ sneið fyrir hverja
Salat
Roastbeef sneið (ég notaði maltbrauð)
Remúlaði
Steiktur laukur
Súrar gúrkur
Baunaspírur til skrauts (ég notaði steinselju)
Rækju-smurbrauð
Danskt rúgbrauð 1 sneið fyrir hverja (notaði maltbrauð)
Smjör (smurt á rúgbrauðið)
Salat
Harðsoðið egg 2 sneiðar á hverja
Rækjur (affrystar, ein lúka á hverja)
1 tsk. majónes á hverja
Dill og sítróna til skrauts (notaði steinselju í staðinn fyrir dill)
Aðferð í myndum:
Hráefni:

Áhöld:

Fyrir roastbeef smurbrauðið skar ég hverja brauðsneið í helming á ská og setti svo salat yfir.


Svo setti ég roastbeef yfir, ég setti tvær sneiðar af roastbeef á hverja sneið. Og eftir það remúlaði, ég reyndi að setja temmilega nóg, ekki of mikið eða of lítið.


Svo stráði ég steiktum lauk yfir og þar á eftir súrar gúrkur og smá steinselja yfir.



Rækju:
Ég byrjaði á því að smyrja maltbrauðið með smjöri. Ég hafði sneiðarnar heilar fyrir rækjubrauðið.


Svo setti ég salat yfir og svo egg. Ég setti tvær sneiðar af eggi á hverja sneið.


Svo setti ég lófafylli af rækjum og kreisti smá sítrónusafa yfir.


Svo setti ég ca 1 tsk af majónesi á hverja sneið og skreytti svo með sítrónu og steinselju.




Fann auðvitað danskan bjór til þess að hafa með.

Comments