Saltkjöt og baunir
- Elín Sizemore
- Feb 26, 2023
- 2 min read
Þá er komið að íslenska réttinu, saltkjöt og baunir! túkall!
Ég hef aldrei eldað saltkjöt og baunir áður en uppskriftina fann ég á mbl https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/02/13/klassisk_uppskrift_ad_saltkjoti_og_baunum/
Þetta heppnaðist bara mjög vel og var sagt að þetta hafi verið mjög gott, ég smakkaði þetta nú ekki en fékk smakkara til mín í það.
Saltkjöt og baunir
Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín. í viðbót.
Fyrir 4-6
1,5 kg saltkjöt
2,5 L vatn
2 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
2 beikonsneiðar, smátt saxaðar
250 g gular baunir, lagðar í kalt vatn yfir nótt, síðan er vatnið sigtað frá
2 l vatn
½ tsk. nýmalaður pipar
Aðferð:
Setjið kjötið í pott með 2,5 l af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín. í viðbót. Þegar kjötið er orðið meyrt undir tönn og baunirnar mjúkar er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Sumir vilja hafa súpuna örlítið grófa, þá er hún pískuð duglega með písk. Smakkið til með pipar. Berið súpuna fram með kjötinu ásamt soðnum kartöflum, rófum og gulrótum.
Aðferð í myndum.
Hráefni og áhöld:

Setti kjötið í vatn og meðan ég beið eftir að suðan kom upp skar ég niður lauk og klippti beikon.


Steikti beikon og lauk í um 2 mínútur áður en ég setti baunir og vatn út í.


Skar niður gulrætur og rófur niður og setti í pott ásamt kartöflum til þess að sjóða.


Eftir að hafa soðið í 30 mínútur baunirnar setti ég eina sneið af kjöt í baunasúpuna og lét sjóða í 30 mínútur í viðbót.

Ég setti kjötið svo í fat, líka sneiðina í súpunni. Setti svo súpuna í matvinnsluvélina, en gleymdi að taka mynd af þvi.


Comments