top of page

Rabbabarakaka

  • Elín Sizemore
  • Nov 20, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 4. Þessa köku má gera á mismunandi ávöxtum og berjum, allt eftir því sem er til á hverjum tíma. Ég valdi bláber og epli.


Botn:

1 dl haframjöl

1 dl múslí

1 dl möndluflögur eða kókosmjöl

1 dl heilhveiti

1/2 dl púðursykur

50 g smjör

1/2 dl repjuolía

1/2 tsk kanill


Fylling:

2 dl bláber

2 dl rabbabari eða epli

1 epli


Aðferð:

  1. Blandið saman fyrstu fimm hráefnunum.

  2. Myljið saman öll hráefnin þar til að blandan minnir á haframjöl.

  3. Blandið berjum og niðurskornum rabbabara og eplum saman í skál.

  4. Setjið ávaxtablönduna í eldfast mót og dreifið hafrablöndunni yfir.

  5. Bakið í 180°C heitum ofni í 35-40 mínútur eða þar til þekjan er bökuð.

  6. Berið kökuna fram heita með grískri jógúrt eða þeyttum rjóma


ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page