top of page

Páska gulrótakaka

  • Elín Sizemore
  • Apr 2, 2023
  • 2 min read

Þessi uppskrift af gulrótaköku er ég búin að eiga ansi lengi, hún er bara hin fullkomna gulrótakaka. Kakan sjálf er alveg ótrúlega mjúk og kremið er ekki og súrt þar sem það er rjómaostasmjörkrem með vanilludropum í. Ég gerði hana fína núna og skreytti hana í páskaþema.


Uppskrift


2 bollar hveiti

2 bollar sykur

3 bollar rifnar gulrætur

1 bolli matarolía

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2-3 tsk kanill

1 tsk salt

4 egg


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.

  2. Rífið gulrætur og hafið þær tilbúnar, ég setti mínar í matvinnsluvél.

  3. Þeytið vel saman egg og sykur eða þar til það verður ljós.

  4. Setjið restina af hráefnum saman.

  5. Smyrjið form og setjið bökunarpappír í formið. Gott er að vera búin að klippa pappírinn þannig að hann passi akkúrat í formið. Skiptið deiginu á milli forma. Ég notaði tvö 21 cm form, en það er alveg hægt að hafa upp í 25 cm. Ég vildi bara hafa botnanna þykka í þessu tilviki.

  6. Bakið í 50-60 mínútur eða þangað til að botnanir eru bakaðir í gegn.

  7. Látið botnanna kólna alveg áður en kremið er sett á.

Krem

100 g mjúkt smjör

100 g rjómaostur

500 g flórsykur

2 tsk vanilludropar


Aðferð:

  1. Hrærið smjör og rjómaosti vel saman.

  2. Setjið svo flórsykur og vanilludropa og hrærið þangað til kremið er alveg hvítt og vel blandað.

Aðferð í myndum


Áhöld og hráefni:


ree

ree

Takið utan af gulrótum og setjið svo í matvinnsluvél.


ree

ree

ree

þeytið egg og sykur þar til ljóst.


ree

ree

Svo rest af hráefnum og hrærið vel.


ree

ree

ree

Smyrja form, setja bökunarpappír og skiptið jafnt á milli forma. Bakið í 50-60 mínútur.


ree

ree

ree

Látið botnanna kólna alveg áður en krem er sett á.

ree

Gerið kremið á meðan kakan er að kólna.


þeyta vel saman smjöri og rjómaosti og svo rest sett út í og blanda vel saman.


ree

ree

ree

ree

Þegar kremið er silkimjúkt og alveg hvítt er það tilbúið.

ree

Setjið fyrri botn á disk og krem á milli og hinn botninn ofaná. Set svo þunn lag af kremi ofaná allan hringinn, kæli í 20-30 mínútur og set svo annað lag af kremi yfir. Fyrri umferðin kalla ég crumble control, en það er til að koma í veg fyrir að mynslur fari í gegn. Svo ákvað ég að hafa "naked" útlit á henni þannig að það sjáist smá í kökubotninn.


ree

ree

ree

Nota svo sköfu til að slétta kremið á kökunni. Hún þarf ekki að vera alveg slétt en svona sirka.


ree

ree

Svo var komið að því að skreyta. Ég byrjaði á því að nota kökuglimmer fyrst á alla kökuna, en ekki mikð og týndi svo saman það skraut sem ég vildi hafa á kökunni og klippti blóm til sem ég notaði til að skreyta kökuna með.


ree

ree

Ég bjó til tvo vasa úr álpappír fyrir lifandi bló og setti þá þar sem ég ætlaði að staðsetja þau.

Þegar skreytt er með alvöru blómum er gott að gera annað hvort vasa úr álpappír eða þá kaupa í blómabúð svona plastvasa fyrir eina rós.


ree

ree

Svo er bara að leika sér að skreyta.


ree

ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page