top of page

Poppkjúklingur

  • Elín Sizemore
  • Feb 12, 2023
  • 2 min read

Þessi uppskrift kemur úr veislurétti Hagkaupa eftir Friðrikku Hjördísi Geirsdóttir og er á bls 29. Ég var mjög spennt að gera þennan rétt því hann virtist vera mjög krakkavænn sem reyndist vera rétt því börnin mín kláruðu þetta ansi hratt. Í uppskriftinni stendur að það sé gott að borða hann með tómatpastasósu en við prófuðum nokkrar sósur með þessu. Það var misjafnt hvað fjölskyldumeðlimum fannst best með kjúklingnum á meðan einn vildi bbq sósu og annar pastasósu voru sumir sem vildu ekki sósu. Þessi réttur verður pottþétt gerður aftur á þessu heimili.


Poppkjúklingur

25-30 stk


3 stk kjúklingabringur

60 g hveiti

2 stk eggjahvítur


Marenering:

1 1/2 msk ostrusósa

1 1/2 msk sojasósa

1/2 msk sesamolía

1/4 tsk hvítur pipar

sykur á hnífsoddi


Rasp:

100 g kornflex

4 tsk hvítlaukskrydd

15 g parmesanostur

1/4 tsk paprikukrydd

1/4 tsk nýmalaður pipar


Aðferð:


1. Hitið ofninn í 200°C. Þerrið kjúklingabringurnar með eldhúspappír og skerið í munnbita.

2. Blandið saman hráefninu í mareneringua og setjið kjúklingabitanna saman við. Setjið plastfilmu yfir og kælið í klst.

3. Setjið kornflex, parmesanost og kryddin í matvinnsluvélina og blandið vel saman og setjið í skál.

4. Setjið hveiti í aðra skál og eggjahvíturnar í þriðju skálina.

5. Veltið kjúklingabitunum uppúr hveitinu, síðan egginu og að lokum raspinum. Raðið bitunum á smjörpappírsklædda ofnplötu.

6. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn og orðnir gullbrúnir.


Gott er að bera kjúklinginn fram með tómatpastasósu.


Aðferð í myndum.


Efnið í réttinn. Tók vitlausan ost fyrir myndatökuna en notaði parmesanost en ekki cheddar.

ree

Áhöld fyrir mareneringu:

ree

Skera kjúklinginn í munnbita og blanda hráefninu fyrir marenerginu í skál:

ree
ree


Setja kjúklingabita út í og blanda saman, setja plastfilmu yfir og kæla í ískáp í klukkutíma.


ree

ree

Áhöld fyrir rasp:

ree

Setja allt í rasp í matvinnsluvél og hræra vel saman. Setja rasp í eina skál, hveiti í aðra og eggjahvítur í þriðju.

ree

ree

Velta bitunum fyrst upp úr hveiti, svo eggjahvítum og svo raspi. Setjið á plötu með smjörpappír og eldið í 15-20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn og orðnir gullbrúnir.

ree

Gott að bera fram með tómatpastasósu en gæti verið smekksatriði hvaða sósa hentar hverjum.

ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page