Orkustöng
- Elín Sizemore
- Sep 3, 2024
- 2 min read
Uppskriftin er úr bókinni Af bestu lyst 4. Bókin er gefin út í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis og er full af hollum og ljúffengum réttum. Uppskrifitn er úr kaflanum og brauð, morgunverðarétti og snarl og er hún hugsuð sem hentugur millibiti sem gott er að grípa í þegar þörf er á aukaorku, sérstaklega eftir íþróttaæfingar, skóla eða sem nesti í ferðalögum. Þegar búið er að skera niður bitanna ætti hver stöng að vera um 160 hitaeiningar, 3 g mettuð fita og 8 g af viðbættum sykri, en fer alveg eftir hvaða múslí er valið. Uppskriftin er auðveld að gera og tekur ekki langan tíma að gera. Mikilvægt er að láta bitanna kólna áður en þeir eru skornir niður í bita.
Ég valdi múslí með rúsínum og kókos því af því sem til var í búðinni var minnsti sykurinn, en það er hægt að nota hvaða múslí sem er. Lítið úrval var í búðinni af þurrkuðum ávöxtum og berjum og því valdi ég rúsínur, þótt það væri í múslíinu líka, en veit að krakkarnir mínir elska rúsínur og því betri líkur að þau borði stangirnar. Með að velja mismunandi múslí og þurrkaða ávexti er hægt að breyta bragðinu og skemmtilegt að gera margar útfærslur af orkustöngum þannig.
Uppskrift
5 1/2 dl döðlur
1/2 dl aðrir þurrkaðir ávextir eða ber
100 g smjör
2 dl haframjöl
2 dl múslí
2 1/2 msk hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 dl púðursykur
1 tsk vanillusykur
2 msk sýróp
Aðferð:
Saxiði döðlur og þurrkaða ávexti.
Bræðið smjörið og hrærið.
Bætið rest af hráefnum við og blandið vel saman.
Dreifið deiginu á bökunarplötu klædda bökunarpappír eða í form um 20 x 30 cm. Deigið á að vera um 1/2 cm þykkt.
Bakið í 15 mínútur við 175 gráður og látið kólna.
Skerið í bita og pakkið í smjörpappír.
Aðferð í myndum:
Hráefni:

Áhöld:
Skál, pottur, desilítramál, matskeið, teskeið, sleif eða álíka til að hræra, form og bökunarpappír.

Ég skar ekki niður döðlunar (keypti saxaðar) og vínberin voru svo lítið en skellti þeim í skál, bræddi smjörið og hrærði við.


Skellti svo rest af hráefnum við og blandaði öllu vel saman.

Setti bökunarpappír í form og setti blönduna í. Ég jafnaði hana út og þrýsti henni aðeins niður.


Bakaði í 15 mínútur, kældi og byrjaði að skera niður í bita.

Comments