Möndlukaka
- Elín Sizemore
- Oct 16, 2020
- 1 min read
Þessi kaka kemur úr bókinni Af bestu lyst 4. Ég notaði bláber í uppskriftina, en það er hægt að nota hvaða ber sem er.
6 dl afhýddar möndlur, 300 g
2 lífrænt ræktaðar sítrónur
1 tsk lyftiduft
1/2 dl sýróp
4 egg
1/2 dl sykur
100 g þurrkuð eða fersk krækiber og/eða bláber.
Malaðumöndlurnar í matvinnsluvél. Ef þær eru með hýði verður kakan dekkri en ella. Einnig má nota tilbúið möndlumjöl.
Þvoðu sítrónurnar, rífðu börkinn með fínu rifjárni og keistu safan úr aldinkjötinu.
Blandaðu möndlumjöli, sítrónuberki, lyftidufti, sírópi og einni matskeið sítrónusafa saman í stórri skál.
Þeyttu saman egg og sykur og hrærðu út í möndludegið.
Settu deigið í smurt bökunarform og bakaðu við 150°C í u.þ.b. 30 mínútur.
Berðu fram með þurrkuðum eða ferskum berjum.












Comments