top of page

Morgunverðarbollur

  • Elín Sizemore
  • Sep 11, 2020
  • 1 min read

Hér er uppskrift af hollum og góðum bollum sem henta með mat eða einar og sér.

2 tsk þurrger

2 dl súrmjólk

1 dl vatn

1 tsk salt

2 msk repjuolía

2 dl hveitiklíð

2 1/2 dl heilhveiti

2 1/2 dl hveiti

1 egg

graskersfræ, sólblómafræ eða önnur fræ af vild.


Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í kalda súrmjólk og heitu vatni og blandið salti, olíu, hveitiklíði, heilhveiti og hveiti saman við.

  2. Hnoðið í samfellt deig, breiðið yfir deigið og látið það hefast í 30 mínútur.

  3. Hnoðið á ný og skiptið því í tvo jafnstóra helminga. Búið til jafnþykkar lengjur úr báðum helmingum. Skerið hvora lengju í 8 bita og búið til bollur úr bitunum.

  4. Setjið á pappírsklædda bökunarplötu og látið hefast í 15-20 mínútur.

  5. Penslið með sundurslegnu eggi, passið að eggið sé ekki kalt. Stráið fræjum yfir eggin ef vill.

  6. Bakið í ca 10 mínútur við 200°C í miðjum ofni.


Hráefni:


ree

Áhöld:

ree

Aðferð:


ree
ree


ree
ree

ree
ree


ree
ree


ree




 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page