top of page

Mjólkur og eggjalaust lasagna með béchamelsósu

  • Elín Sizemore
  • Oct 27, 2024
  • 4 min read

Upprunalega uppskrifin er ekki eggja og mjólkurlaus en við fengum það verkefni í áfanga sem heitir "Sérfæði og matur við sérstök tækifæri" að breyta uppskriftinni svo hún yrði mjólkur og eggjalaus. En hluti af áfanganum snýst um sérfræði og geta aðlagað uppskriftir að ákveðnu sérfæði sem gæti verið sem dæmi vegna ofnæmis eða sjúkdóma.

Ég hafði aldrei prófað að búa til béhanelsósu áður en hugsa að ég prófi að búa til lasagna með sósunni, því bæði kom mér á óvart hversu auðvelt var að gera hana og bragðbætti lasagnað.

Ég notaði haframjólk og hafrarjóma frá oatly en ég spurði vinkonu um ráð hvað væri best að nota og hún mælti með þessu merki þó það væru til betri en væri ekki fáanlegt fyrir austan, því miður. Í staðinn fyrir smjör notaði ég smjörlíki og lasagnaplöturnar frá extra eru eggjalausar.

Ég notaði einnig ostsneiðar frá violife ofaná en það var eini osturinn án mjólkur sem var til, en held að annar ostur henti betur. Það skemmdi nú ekki fyrir endilega, hann bráðnar bara ekki eins vel og aðrar tegundir, en rétturinn var mjög góður.

Uppskriftin, bæði af lasagnasósunni og béhamelsósunni er nokkuð tímafrekt og því hentar uppskrifin ekki í kennslu.


Lasagne al forno 

2 msk ólífuolía

1 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksgeirar, pressaðir

1 gulrót, söxuð smátt

50 g beikon saxað smátt

400 g nautahakk

400 g dós af niðursoðnum tómötum

2 msk tómatmauk

¼ tsk rifið múskar

1 lárviðarlauf

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Jurtaostur ofaná

Eggjalausar lasagnaplötur



Aðferð

  1. Hitið helminginn af olíunni í stórum potti eða pönnu, Steikið laukinn í um 2 mínútur eða þar til hann er glær. Bætið hvítlauk og gulrótum við og steikið áfram í aðrar 2 mínútur. Bætið að lokum beikoni á pönnuna og steikið í 2 mínútur. Takið af pönnunni með gataspaða og setjið til hliðar.

  2. Hitið afganginn af olíunni og steikið nautahakkið þar til það hefur brúnast, notið spaða til að losa kjötið í sundur. Bætið grænmetinu og beikoninu á pönnuna og hrærið öllu vel saman með spaða

  3. Setjið tómata og tómatmaukið út á pönnuna og kryddið með múskati og lárviðarlaufi. Kryddið með salt og pipar.

  4. Hitið að suðu, hrærið í o glækkið síðan hitann niður á mjög lágan hita. Látið malla í um 1 klst og 15 mín og hrærið í af og til á meðan.

  5. Þegar um 20 mínútur eru eftir í að láta malla er hægt að byrja á béchamelsósunni.


    Béchamelsósa

    450 ml Oatly haframjólk

    1 laukur, afhýddur, skorinn í tvennt

    2 negulnaglar

    6 piparkorn

    4 steinseljustilkar

    45 g smjörlíki

    30 g hveiti

    2 msk Oatly hafrarjómi

    Salt og nýmalaður pipar

     

    Aðferð

    1.Stingið negulnöglunum í laukhelmingana, einn í hvorn helming

    2. Setjið haframjólk, lauk, piparkorn og steinseljustilka í lítinn pott. Hitið að suðu og látið sjóða við vægan hita í um 10 mínútur og takið pottinn af hellunni.

    3. Látið standa í 20 mínútur áður en að grænmetið er síað frá og því hent. Setjið mjólkina aftur í pottinn

    4. Bræðið smjörlíki við vægan hita í öðrum potti. Hærið hveiti saman við þannig að það verði kekkjalaust. Látið sjóða við vægan hita í 2 mínútur en gætið þess að blandan brúnist ekki. Hitið mjólkina að suðu.

    5. Haldið smjörlíkis- og hveitiblöndunni á lágum hita og bætið mjólkinni saman við í smáum skömmtun. Hrærið stöðugt í á meðan til að tryggja að engir kekkir myndist. Þegar allri mjólkinni hefur verið hellt útí skal sjóða sósuna á mjög lágum hita í 8-10 mínútur til að losna við allt hveitibragð. Hrærið stöðugt í á meðan.

    6. Hrærið hafrarjómanum saman við. Smakkið til með salti og pipar.


    Samsetning

    -Byrjið á að setja 1/3af hakkblöndun sem neðsta lag.

    -Svo 1/3 af béhamelsósu

    -Lasagnaplötur

    -Endurtaka sömu röð

    -Efsta lag á svo að vera hakkblandan, béchamesósa og ostur yfir.


    Aðferð í myndum


    Hráefni og áhöld


    ree

    ree

    Skera lauk og gulrót smátt og pressa hvítlauk. Skera beikonið á sér bretti. Byrjar svo að steikja laukinn þangað til hann verður glær áður en beikon, gulrót og hvítlauk er bætt við.


    ree


    ree

    Þegar það er steikt er það sett til hliðar t.d. í skál og byrjað að steikja hakkið.


    ree

    Þegar hakkið er orðið fullsteikt er grænmetið og beikonið hrært vel saman.

    ree

    ree

    Setur svo niðursoðnu tómatanna, tómatmauk, múskat, lárviðarlauf og kryddað með salti og pipar. Hrærið vel saman og látið suðuna koma upp, lækka í lágan hita og leyfið að malla í mjög lágan hita í 1 og hálfa klst. Hræra af og til.


    ree

    ree

    Sósan:

    Hráefni


    ree

    Skera lauk í tvennt, stinga negulnöglum í. Setjið haframjólkina, pipar og laukinn í pott og látið suðuna koma upp og svo á vægan hita í 10 mín.


    ree

    ree

    Takið pottinn til hliðar og látið standa í 20 mínútur áður en grænmetið er síað frá og hent. Setjið þá mjólkina aftur í pottinn.

    Setjið smjör í annan pott og bræðið smjörlíkið við lágan hita, bætiði svo við hveiti og hrærið vel. Svo er mjólkinn bætt MJÖG rólega við og hrært allan tímann.


    ree

    ree

    ree

    Þegar öll mjólkin er komin skal hafa enn á lágum hita í 8-10 mínútur til að losna við hveiti bragðið. Það þarf að hræra stöðugt í pottinum á meðan.

    Þegar það er búið skal hræra rjóma við og smakka til með salti og pipar.


    ree

    Samsetning:

    Fyrstu tvær umferðinar eru eins: Hakkblanda, sósa og lasagnaplötur. Esta lagið er hakk, sósa og svo ostur.

    ree


    ree

    ree

    Bakið á 200 gráðum í 30-40 mínútur


    ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page