Millionaire´s shortbread
- Elín Sizemore
- Apr 23, 2023
- 2 min read
Ég smakkaði millionaire´s shortbread í Skotlandi fyrir nokkrum árum án þess í rauninni að vita nafnið á því þegar ég smakkaði, en vissi það svo seinna eftir góða goggle leit og hef alltaf langað að prufa. Þegar ég sá að millionaire´s shortbread er í flokki sem smákökur þá ákvað ég að slá til þegar við áttum að gera tvær smákökutegundir. Þetta er alveg smá tímafrekt en alveg þess virði, hver biti er himneskur! Það er þrennt sem þarf að gera en það er botninn, karmellan og að lokum súkkulaðið. Það þarf að passa vel að kæla eftir að búið er að setja karmellunna í, áður en súkkulaðið fer á.
Uppskriftina fékk ég af heimasíðu sem heitir Preppy kitchen https://preppykitchen.com/millionaires-shortbread/
Ég notaði venjulegan púðursykur í stað ljósan eins og stóð í upphaflegu uppskriftinni og laktósafrían g rjóma í stað venjulegan, einfaldlega því hvorugt var í til í búðinni.
Uppskrift
Botn:
240 g hveiti
226 ósaltað smjör
100 g sykur
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt.
Karmella.
1 dós sæt mjólk (condensed milk)
113 g ósaltað smjör
200 g púðursykur
60 ml sýróp (golden)
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
Súkkulaði ganache
1og 1/2 bolli súkkulaðibitar
80 ml rjómi
Smá klípa sjávarsalt ofaná (má sleppa).
Aðferð:
Hitið ofninn í 175 gráður og undirbúið form 22*22 cm (helst ferkanntað) og sníðið bökunarpappír í formið en þannig að það nái vel upp úr forminu.
Hrærið smjör vel í hrærivél áður en sykur og salt er bætt út í, en hrærið þá þangað til það verður ljóst.
Bætið við vanilludropum og eggi og hrærið aftur vel saman.
Setjið hveiti rólega saman við.
Setjið deigið í formið og pressið það í botninn á forminu.
Bakið í um 22 mínútur eða þangað til það er komið smá gylltur litur á endanna.
Meðan botninn bakast byrjið á karmellunni. Setjið öll innihaldsefninn í pott.
Notið písk og hrærið stanslaust á meðalhita. Það tekur um 5-6 mínútur þangað til karmellann er orðin nógu þykk.
Hellið yfir formið með botninum og kælið í um 10 mínútur, ég þurfti samt að hafa það 30 mínútur.
Setjið rjóma og súkkulaði í skál og hitið í örbylgju. Gott er að hita í 20 sekúndur, hræra, hita aftur í 20 sekúndur, svo í þriðja skiptið í 20 sekúndur og þá þegar þú hrærð blandast það fullkomlegasaman.
Hellið yfir karmelluna og setjið salt (ef þið viljið) og leyfið þvi að kólna áður en allt er skorið í bita.
Aðferð í myndum:
Áhöld og hráefni.


Hrærið fyrst smjörið aðeins áður en sykri, egg og vanilludropum er bætt við



Bætið svo við hveiti og salti.

Setjið í form og þjappið.


Snyrtið aðeins bökunarpappírinn en hafa hann enn vel upp úr.

Karmellan.
Setjið allt í pott og hrærið vel saman með píski, það er svo fínt að skipta yfir í sleif þegar karmellan byrjar að þykkna.


Svona lítur hún út tilbúin, hellið þá yfir botninn og leyfið að kælast í smá stund og leyfa karmellunni að harðna smá.


Setjið rjóma og súkkulaði í skál, hitið í örbylgjuofni í 20 sek og hrærið, aftur í 20 sek og hrærið og í þriðja og síðasta skiptið í 20 sek og hræra vel. Hellið svo yfir karmelluna.




Skerið svo niður í bita og setjið í gott box.


Comments