top of page

Mexíkóskur réttur

  • Elín Sizemore
  • Oct 16, 2020
  • 1 min read

Þessi réttur kemur úr bókunni Af bestu lyst 4. Ég hefði viljað hafa spínat með en það var ekki til í búðinni. Það var eitthvað hálf fátæklegt þennan dag og var ekki heldur til 17% ostur :)


Gott er að bera fram grænt salat með þessum rétti.


1 laukur

2 hvítlauksgeirar

1 rauð paprika

2 msk olía

1 poki tacokrydd

1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar

3 dl vatn

3 dl rauðar linsur

1 1/2 dl sýrður rjómi 10%

4 stórar tortillakökur

1/2 poki spínat (má sleppa)

80 g rifinn ostur, 17%


Aðferð:

  1. Saxið lauk og hvítlauk smátt. Skerið papriku í litla bita.

  2. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og papriku ásamt taco kryddi.

  3. Setjið tómata, vatn og linsur og látið sjóða í um 10 mínútur eða þar til vatnið er gufað upp og linsurnar meyrar.

  4. Hrærið sýrðum rjóma saman við og takið pönnunna af hellunni.

  5. Setjið 1/5 af linsunum á botninn á eldföstu móti, þar ofan á tortillaköku og svo koll af kolli. Ef spínat er haft með er það sett ofan á linsurnar, undir tortillakökurnar. Stráið ostinum yfir efsta lagið.

  6. Hitið ofninn 200°C og bakið í 25-30 mínútur.

Öllu blandað saman og geymt í loftþéttu íláti.



ree
ree

ree
ree













ree
ree


ree
ree

ree
ree



ree












 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page