top of page

Lax með appelsínusalsa

  • Elín Sizemore
  • Nov 21, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinn Af bestu lyst 4. Mjög bragðgóður lax þar sem appelsínusalsað er tilvalið meðlæti.


800 g lax

1 msk olía

1 msk límónusafi

1/2 dl chillisósa


Aðferð:

  1. Skerið laxinn í bita og setið í eldfast mót sem er aðeins smurt með olíu.

  2. Hellið límónusafanum yfir laxinn og smyrjið chillisósunni á hann.

  3. Bakið við 180°C í 15 mínútur eða þar til laxinn er steiktur í gegn.

Appelsínusalsa


2 appelsínur

1/2 rauðlaukur

1/2-1 chillialdinn

1 knippi kóríander

1 dl rifsber (eða bláber)

3 msk ólífuolía

2 mtsk balsamikedik

1/2 tsk salt

1/3 tsk nýmalaður pipar


Aðferð:

  1. Afhýðið appelsínurnar og skerið í geira.

  2. Saxið laukinn.

  3. Kjarnhreinsið chili og saxið ásamt kóríander.

  4. Hrærið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.

  5. Berið fram með sofnum, nýjum kartöflum eða steiktum kartöflubátum, blaðsalati og soðnu spergilkáli.


ree

ree
ree

ree
ree


ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page