top of page

Kjúklingasúpa

  • Elín Sizemore
  • Nov 21, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 4.


1 græn paprika

2 gulrætur

1/2 blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar

2 msk olía

2 tsk karrí

1 lítri vatn

1 1/2 dl chilli tómatamauk

1 msk kjúklingakraftur

1 dós saxaðir tómatar (400 ml)

2 kjúklingabringur eða afgangur af kjúklingi

1 rautt chillialdin

1 1/2 dl kókosmjólk


Aðferð:

  1. Skerið papriku, gulrætur og blaðlauk smátt og merjið hvítlaukinn

  2. Hitið 1 msk olíu ásamt karrí í potti og steikið grænmetið.

  3. Bætið vatni, tómatmauki, kjúklingakrafti og söxuðum tómötum í pottinn og látið malla á meðan kjúklingurinn er steiktur.

  4. Skerið kjúklinginn í bita og steikið í 1 msk olíu á pönnu, eða setjið bitanna í ofnfast mót og steikið í ofni við 180°C í um 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

  5. Bætið kjúklingnum í súpunna.

  6. Skerið chilli í tvennt, fræhreinsið það og skerið smátt. Bætið út í súpunna ásamt rjómaosti og kókosmjólk og látið sjóða í um það bil 10 mínútur. Gott er að bíða með að setja chilli í súpuna þar til það er búið að skammta á diska fyrir börn.

  7. Berið súpuna fram með grófu brauði og ef til vill matarmiklu salati.


ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page