top of page

Kjöt í karrí

  • Elín Sizemore
  • Feb 12, 2023
  • 2 min read

Þá er það kjöt í karrí á gamla mátann. Val var á milli þess að gera það eða kjötsúpu og þar sem fjölskyldumeðlimir eru hrifnari af öllu sem er með karrísósu þá valdi ég það. Uppskriftina fékk ég á heimasíðu Íslenskt lambakjöt https://islensktlambakjot.is/uppskriftir/kjot-i-karri-a-gamla-matann/ og bar ég kjötið fram með karrísósu og hrísgrjónum. Ég hef aldrei áður eldað kjöt í karrí og kom það mér á óvart að það tók ekki eins mikinn tíma og ég hélt og er bara frekar einfalt.


Hráefni


1 kg súpukjöt, framhryggur eða annað lambakjöt á beini 1 l vatn 2 lárviðarlauf pipar salt 4-5 gulrætur 1 laukur 30g smjör 2-3 tsk. Karríduft 2.5 msk. Hveiti


Leiðbeiningar


1. Skolið kjötið vel og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir og hitið að suðu og fleytið froðunni ofan af. 2. Bætið við lárviðarlaufi, pipar og salti í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 25 mínútur. 3. Skerið gulrætur og lauk og setjið út í. Látið sjóða í 25 mínútur í viðbót. 4. Takið kjötið og gulrætur upp úr og haldið því heitu. 5. Bræddu smjörið í öðrum potti. Stráið karríduftinu yfir, hrærið og látið krauma í 1/2 mínútu. 6. Stráið hveitinu yfir og hrærið þar til það hefur samlagast smjörinu. 7. Hellið soði saman við smátt og smátt þar til sósan er hæfilega þykk og hrærið stöðugt á meðan. 8. Látið sósuna sjóða í 5-10 mínútur og bætið örlítið af rjóma eða mjólk saman við eftir smekk og smakkið til. 9. Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflum.


Aðferð í myndum:

Hráefni:


ree

Áhöld:


ree

Fyrst byrjaði ég á að skoða kjötið og setja það í pottinn og svo vatn yfir og leyfði suðunni að koma upp.


ree

ree

Svo tók ég mestu froðuna í burtu og bætti við salt,pipar og lárviðarlaufi. Lækkaði hitann og setti lok á og leyfði því að sjóða í 25 mínútur.


ree

ree

Á meðan það var að sjóða flysjaði ég gulræturnar og skar í bita og lauk og bætti þeim við þegar 25 mínútur voru liðnar. Setti lokið á og leyfði því að sjóða í aðrar 25 mínútur.


ree

ree

Á meðan setti ég hrísgrjón í pott og byrjaði að sjóða þau. En ég notaði basmati gjrón í pokum.


ree

Þegar búið var að sjóða setti ég kjöt og gulrætur í fat með álpappír yfir til þess að halda því heitu.


ree

Þá var að byrja á karrísósunni. Ég bræddi smjörið og bætti við karrí og setti svo hveitið.


ree

ree

Bætti svo við soði úr pottinum í skömmtum og hrærði stöðugt þangað til mér fannst sósan vera mátuleg í þykkt og lét malla í 10 mínútur. Síðast bætti ég við rjóma og smakkaði til.


ree

ree

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page