top of page

Hægeldað lambalæri og brúnaðar kartöflur

  • Elín Sizemore
  • Feb 12, 2023
  • 3 min read

Uppskriftina af lærinu fékk ég af heimasíðunni Eldhússögur https://eldhussogur.com/2013/01/14/haegeldad-lambalaeri/

Þetta er mjög einföld og þægileg uppskrift og soðsósan var fullkomin við kjötið. Þótt það sé rótargrænmeti með í uppskriftinni sem er eldað með lambalærinu þá fannst eiginmanninum meira spennandi að hafa brúnaðar kartöflur með.


Uppskrift:

  • 1 lambalæri, ca. 3 kíló

  • ólífuolía

  • lambakjötskrydd

  • salt og pipar

  • 2 sætar kartöflur

  • 12 kartöflur

  • 6 gulrætur

  • 1 paprika

  • 2 rauðlaukar

  • 2 hvítlaukar (ég notaði solo-hvítlauka sem koma í heilu)

  • piparkorn

  • 600 ml vatn

Aðferð:

1. Bakarofn hitaður í 80-100 gráður undir-og yfirhita. Lærið er snyrt, skolað og þerrað. Því næst er borið á það ólífuolía og það kryddað með lambakjötskryddi, salti og pipar.

2. Kartöflur, sætar kartöflur og gulrætur flysjaðar og skornar í mátulega bita, passa að hafa bitana frekar litla. Laukurinn, paprikan og hvítlaukurinn sömuleiðis.

3. Öllu raðað í botninn á steikarpotti, vatninu helt yfir, dálítið að piparkornum bætt út í og þá er lærið lagt yfir grænmetið.

4. Steikarpottinum lokað og lærið látið steikjast í ca. sex til sjö tíma við 80-100 gráður. Best er að stinga kjöthitamæli í lærið. Þegar það hefur náð 60-65 gráðu kjarnhita þá er lærið tilbúið.

5. Þegar steikartíminn er liðinn er gott að taka lokið af pottinum og stilla ofninn á 220 gráður og grill. Þannig er lærið grillað í ca. 10 mínútur eða þar til puran er orðin dökk og stökk.

6. Ef mögulega grænmetið er ekki alveg tilbúið á þessum tímapunkti þá er hægt að leggja lærið á bretti og hella grænmetinu í ofnskúffu. Á meðan lærið jafnar sig áður en það er skorið niður og lokið er við sósugerð er hægt að setja grænmetið í ofnskúffunni inn í ofninn við 200-220 gráður og baka það í ca. 10 mínútur eða þar til það er alveg eldað í gegn.


Sósa:

Vökvinn í ofnpottinum er síaður frá kartöflunum og grænmetinu. Gott er að fleyta mestu fituna ofan af vökvanum. Því næst er útbúin smjörbolla.

  • 40 g smjör

  • 40 g hveiti

  • 3 dl rjómi

  • 2-3 tsk lambakraftur (eða nautakraftur)

  • 2 tsk rifsberjahlaup

  • 1 msk sojasósa

  • sósulitur

  • salt og pipar

Vökvinn í ofnpottinum er síaður frá kartöflunum og grænmetinu. Gott er að fleyta mestu fituna ofan af vökvanum. Því næst er útbúin smjörbolla.


1. Smjörið er brætt í potti og hveitinu þeytt saman við.

2. Því næst er síaða vökvanum bætt út í smjörbolluna smátt og smátt á meðalhita og pískað vel á meðan.

3. Þá er rjómanum bætt út í auk lambakrafts og sósan smökkuð til með kryddum, rifsberjahlaupi og sojasósu.

4. Ef sósan er þunn er hægt að þykkja hana með sósujafnara.


Brúnaðar kartöflur


Kartöflur soðnar

sykur

50 g smjör

2 msk rjómi.


  1. Setja sykur á pönnu þannig að hann hylji rétt botninn.

  2. Bræða sykurinn á meðalhita.

  3. Þegar sykurinn er bráðinn setja þá kartöflur og smjör á sama tíma. Byrja að hræra þangað til allt bráðnar saman.

  4. Bæta við rjómanum og hræra aftur vel.


Aðferð í myndum:


Hráefni:

ree

Áhöld:


ree

ree

Flysja það grænmeti sem þarf og skera niður og setja í steikarpottinn.

ree

Hella vatninu yfir grænmetið.

ree

Setja ólífuolíu á lærið og krydda og leggja svo yfir grænmetið í steikarpottinum.


ree

Setja svo í ofninn.

ree

Á meðan sauð ég kartöflur og skrallaði þær og setti í skál til að brúna seinna.


ree

ree

Þegar lambalærið er tilbúið tók ég það og lét það standa.

ree

Síjaði vatnið úr steikarpottinum til að nota í sósu og setti grænmetið á ofnplötu til að hafa lengur í ofninum.


ree

ree

Byrjaði á sósunni á þessum tímapunkti. Bræddi smjörið og bætti við hveiti til þess að búa til bollu.


ree

ree

ree

Bætti við soðinu smátt og smátt við of hrærði jafnóðum. Bætti svo við rjómanum.

ree

ree

Setti sojasósu, lit, rifsberjahlaup og kraft við. Bætti við eftir smekk og setti salt og pipar síðast.


ree

ree












Bræddi sykurinn á pönnu þegar sósan var að verða tilbúin. Bætti við kartöflum og smjöri þegar sykurinn var bræddur og hrærði stöðugt þannig að sykurinn og smjörið blandist saman.

ree

ree

Bætti við rjómanum síðast og lét þetta blandast á frekar lágum hita og hrærði stöðugt og láta karmelluna festast við kartöflunar.

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page