Humarpizza
- Elín Sizemore
- Nov 20, 2020
- 1 min read
Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 4. Í staðinn fyrir humar má vel nota rækjur, túnfisk eða stinnan hvítan fisk. Ég notaði risarækjur, minnkaði örlítið magnið af hvítlauk og setti chilliolíu ásamt ólífuolíunni til að láta rækjurnar liggja í á meðan ég gerði botninn.
Fylling:
4 hvítlauksgeirar
2 msk ólífuolía
8-10 litlir humarhalar, rækjur eða annað fiskmeti
Pítsubotn:
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl heilhveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk pítsakrydd
2 msk ólífuolía
1 1/2 dl vatn
1/2 dl póletna-maísmjöl eða hveiti
1 lítil dós tómatkraftur
90 g rjómaostur
60 g mozzarellaorstur, rifinn
2 dl steinselja
1 askja kokteiltómatar eða 3 stærri tómatar
klettasalat
Aðferð:
Saxið hvítlaukinn smátt og hrærið saman við ólífuolíuna.
skel-garnhreinsið humarinn, leggið í skálina með hvítlauksolíunni og látið standa.
Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman hveiti, heilhveiti, lyftidufti, salti og pítsakryddi með sleif í hrærivélaskálinni.
Blandið olíu og volgu vatni saman við og hnoðið með hnoðkrók á hrærivélinni (eða höndunum).
Stráið smávegis af pólentu eða hveiti á borðið undir deigið og fletjið frekar þunnt út og bakið í 3 mínútur.
Smyrjið tómatkrafti á pítsadeigið og setjið rjómaostinn hér og þar í smáklípum.
Stráið mozzarellaostinum yfir og bakið í 5-10 mínútur. Setjið þá humarinn á pítsuna ásamt saxaðri steinselju og kokteiltómutum og bakið í 3-5 mínútur.
Stráið klettasalati yfir pizzuna áður en hún er borin fram.













Komentáře