top of page

Hrökkbrauð

  • Elín Sizemore
  • Oct 30, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 4.


1 dl hveiti

1/2 dl heilhveiti

1/2 dl haframjöl

1/2 tsk salt

1/2 dl graskersfræ

1/2 dl hörfræ

1/2 dl sólblómafræ

1 dl vatn

2 msk repjuolía


Aðferð:

1. Blandið hveiti, heilhveiti, haframjöli, salti og fræjum saman í skál.

2. Sjóðið vatn, hellið því ásamt olíunni í skálina og hrærið saman.

3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og fletjið út deigið út á plötunni með kökukefli. Magnið er hæfilegt á eina plötu.

4. Skerið deigið í ferninga, til dæmis með pítsahjóli, og pikka þá með gaffli.

5. Bakið í 200°C heitum ofni í 15-20 mínútur, eða þar til kexið er stökkt og fullbakað.



ree
ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page