Heimilisfriður Elísabetar Jökuls- Döðlukaka með súkkulaði
- Elín Sizemore
- Sep 20, 2024
- 3 min read
Þessi uppskrift er mjög orkumikil og er einfalt að búa hana til.
Í 100 grömmum eru 411 kaloríur, 5,2 grömm prótein, 60 grömm kolvetni og 18 grömm fita. Þessi uppskrift er mjög þétt í sér, en molnar ekki mikið og miðað við það og samsetningu á orku myndi hún henta vel til ferðalaga eins og langar göngur og fjallgöngur. Hún geymist einnig mjög vel ef hún er í góðum einangruðum umbúðum.
Fyrir langar göngur er mikilvægt að taka með sér orkuríkan mat af mörgum ástæðum:
-Langar göngur krefjast stöðugrar líkamlegrar áreynslu, og orkuríkur matur veitir þær hitaeiningar sem líkaminn þarf til að starfa á skilvirkan hátt. Matur sem er ríkur af kolvetnum og fitu hjálpar til við að viðhalda orku og koma í veg fyrir þreytu meðan á göngunni stendur.
-Orkuríkur matur eins og hnetur, þurrkaðir ávextir og orkustangir eru hitaeiningaþéttir en léttir, sem er lykilatriði þegar þú ert með bakpoka. Þessi matur veitir hámarks orku án þess að bæta við óþarfa þyngd eða rúmmáli, sem gerir hann tilvalinn fyrir langar göngur þar sem hvert gramm skiptir máli.
-Í langar göngur fá vöðvarnir mikla áreynslu og þurfa að jafna sig á hverjum degi. Orkuríkur matur, sérstaklega sá sem inniheldur prótein, hjálpar til við að gera við vöðvavefi, draga úr verkjum og undirbúa líkamann fyrir næsta dag. Prótein kemur einnig í veg fyrir niðurbrot vöðva á löngum göngum.
-Orkuríkur matur inniheldur oft nauðsynleg vítamín og steinefni sem styðja við starfsemi líkamans, svo sem að viðhalda vökvajafnvægi, stjórna vöðvasamdrætti og styrkja ónæmiskerfið. Þetta hjálpar til við að halda þér heilbrigðum og orkumiklum yfir lengri tíma.
-Kolvetnaríkur matur, eins og hafrar, þurrkaðir ávextir og heilkorn, hjálpar til við að viðhalda stöðugu blóðsykursjafnvægi, kemur í veg fyrir orkuköst og tryggir stöðuga orku meðan á göngunni stendur.
-Fita, sem finnst í matvælum eins og hnetum, fræjum og osti, veitir orku sem brennur hægt og er mikilvæg fyrir þol. Fita brotnar hægar niður en kolvetni og veitir því stöðuga orku yfir lengri tíma, sem minnkar þörfina fyrir tíðar máltíðir.
Í stuttu máli, orkuríkur matur er nauðsynlegur fyrir langar göngur þar sem hann veitir nauðsynlega orku fyrir stöðuga líkamlega áreynslu, hjálpar til við endurheimt, og er léttur og áhrifaríkur í burði.
Kakan er mjög bragðgóð og gefur góða fyllingu í magann. Baksturstíminn er nokkuð langur eða 45-60 mínútur og henta ef til vill ekki sem best í kennslu, en gæti sloppið á elsta stigi.
Uppskrift:
150 grömm bráðið smjör
1 bolli saxað suðursúkkulaði
1 1/2 bolli saxaðar döðlur
3 egg
1/2 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1 bolli haframjöl
smáveigis af mjólk.
Aðferð:
Hitið ofnin á 175 gráður.
Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins.
Saxið súkkulaði og döðlur gróft.
Þeytið egg og sykur vel saman.
Bætið vanilludropum og hrærið.
Bætið hráefnum saman við og hrærið vel saman.
Þynnið með mjólk eftir þörf.
Setjð í smurt form eða form með bökunarpappír og bakið í 45 mínútur til klukkutíma á 175 gráðum, ef þið viljið dekkri köku hækkið þá í 200 gráður í 15 mínútur í viðbót.
Aðferð í myndum:
Hráefni :

Áhöld:

Bræðið smjör og kælið:

Saxið súkkulaði og döðlur og setjið í skál til hliðar (ég keypti saxaðar döðlur):

Þeytið vel saman sykur og egg:

Bætið svo vanilludropum:

Bætið við rest af hráefnum og og hrærið vel:

Setjið í form og bakið svo í 45-60 mínútur:


Comments