Grænkálspestó
- Elín Sizemore
- Oct 30, 2020
- 1 min read
Þessi uppskrift kemur frá bókinn Af bestu lyst 4. Ég lenti eins og oft áður í vandræðum með að finna hráefni, að þessu sinni var ekkert grænkál til í neinum búðum hérna fyrir austan. Ég leitaði ráða hjá kokki sem sagði mér að nota spínat í staðinn.
100 g grænkálsblöð
4 hvítlauksgeirar
30 g parmesan
2 msk furuhnetur eða aðrar hnetur
2 msk sítrónusafi
1 msk balsamikedik
1 msk sykur
1 1/2 dl ólífuolía
1/2 tsk salt
nýmalaður pipar
Aðferð:
Skerið stilkanna af grænkálsblöðunum.
Afhýðið hvítlaukinn og rífið parmesanostinn.
Maukið allt hráefnið saman í matvinnsluvél
Berið fram með grófu brauði eða pasta.







Comments