top of page

Gratíneraður fiskur á hrísgjrónabeði

  • Elín Sizemore
  • Apr 2, 2023
  • 1 min read

Ég hef ekki oft fiskrétti í ofni í einhverskonar sósu því við erum bara tvö sem borðum það af fimm í fjölskyldunni. En það er alltaf skylda að smakka og hann fór bara nokkuð vel í alla. Uppskritina fék ég af Ljúfmeti og lekkerheit https://ljufmeti.com/2012/08/14/gratineradur-fiskur-a-hrisgrjonabedi/ . Þetta er mjög fljótleg uppskrift og mjög bragðgóður, hann verður allavega eldaður oftar á þessu heimili.


Uppskrift:


hrísgrjón (ég sauð 2 poka af hrísgrjónum)

þorskur eða ýsa (ég var með 700g)

töfrakrydd (má sleppa)

2,5 dl rjómi

3 msk majónes

2 tsk dijon sinnep

2 tsk karrý

50-100 gr ferskrifinn parmesan

rauð paprika

1/2 blaðlaukur (ég sleppti honum)

200 gr rifinn ostur


Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180°.

2. Sjóðið hrísgrjón og leggið í botninn á eldföstu móti.

3. Skerið fiskinn í sneiðar, leggið yfir hrísgrjónin og kryddið með salti, pipar og því sem þykir gott (ég notaði töfrakrydd frá Pottagöldrum).

4. Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan. Smakkið til og saltið og piprið.

5. Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur.


Aðferð í myndum:


Hráefni:


ree

Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum.


Skerið fisk í bita


ree

Hrærið öllu í skál fyrir sósuna


ree

Setjið hrísgrjón í eldfast form og setjið svo fiskbita yfir:


ree

ree

Kryddið og hellið sósu yfir:


ree

ree

Setjið papriku og ost. Ég setti bara lítið af papriku og í stórum bitum svo matvandir á heimilinu. gætu fjarlægt þær auðveldlega.


ree

ree

Bakið í ofninum í 30 mínútur.


ree

ree

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page