top of page

Glúteinlaus pítsa

  • Elín Sizemore
  • Sep 17, 2024
  • 2 min read

Þessar pítsu gerðum við í áfanga sem heitir "Sérfærði og matur við sérstök tækifæri". Þessi uppskrift er glútenlaus og hentar því þeim sem eru með glúteinóþol eða forðast hveiti.

Glúteinlaust hveiti er notað og á það til að vera erfitt að meðhöndla. Deigið verður ekki eins og venjulegt gerdeig með hveiti og þarf ef til vill að bæta við glúteinlaust hveiti ef það verður of blautt. Deigið er svoldið eins og leir í viðkomu. Best er að setja deigið beint á plötu með bökunarpappír á og nota hendurnar til að fletja deigið út í stað þess að nota kökukefli.

Ekki eru allart pizzusósur glúteinlausar og því best að skoða vel umbúðir. hægt er að nota fyllingu með lauk og rifsberjasultu í staðinn og læt uppskrift fylgja með, ég notaði þó pizzasósu, sveppi, papriku og pizzakrydd.

Pítsan kom á óvart og var best heit og ný.


Pítsabotn:


2 1/2 tsk þurrger

2 dl volgt vatn

1/2 dl matarolía

1/2 tsk salt

4 dl glúteinlaust hveiti.


Aðferð:


  1. Setjið gerið í skál og hellið volgu vatni yfir og hrærið.

  2. Bætið matarolíunni, saltinu og glúteinlausa hveitinu saman við.

  3. Hrærið fyrst með sleif, bætið við hveiti ef þarf og hnoðið aðeins áður en sett er í olíuborna skál.

  4. Látið deigið lyfta sér í ca 30 mínútur.

  5. Fletjið deigið út á bökunarplötu með bökunarpappír á.


Fylling/álegg


2 laukar

1-2 msk olía

1 tsk rifsberjasulta

2 tómatar

200 g rifinn mozzarellaostur


Aðferð:


  1. Hreinsið og skerið laukinn í þunnar sneiðar, setjið olíu á pönnu og mýkið laukinn í olíunni.

  2. Setjið rifsberjasultu út á laukinn.

  3. Setjið laukblönduna á pizzuna.

  4. Skerið tómata í þunnar sneiðar og dreifið yfir pítsuna.

  5. Stráið ostinum yfir.

  6. Bakið í 10-15 mínútur við 250 gráður (upp og niður hita).


ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page