top of page

Fylltir tómatar og paprikur

  • Elín Sizemore
  • Nov 21, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 3.


8 tómatar, fremur stórir

4 paprikur

150 g hrísgrjón

salt

1 laukur

100 g sveppir

1 msk olía

100 g góð skinka

50 g fetaostur

nýmalaður pipar

10-12 basilíkublöð


Aðferð:

  1. Skerðu sneið ofan af tómutum og skafðu fræ og safa úr þeim með teskeið. Láttu þá standa á hvolfi nokkra stund svo að sem mesti safi renni úr þeim. Skerðu paprikunar í tvennt eftir endilöngu og fræhreinsaðu þær.

  2. Hitaðu ofninn í 200°C . Sjóddu hrísgrjónin og helltu þeim svo í sigti. Saxaðu laukinn smátt og skerðu sveppina í bita. Láttu lauk og sveppi krauma í olíunni á pönnu í smástund.

  3. Skerðu skinkuna í litla bita og blandaðu henni saman við hrísgrjónin ásamt fetaosti, lauk og sveppum. Kryddaðu með pipar og e.t.v. salti og blandaðu saxaðri basilíku saman við.

  4. Fylltu tómatana og paprikunar með hrísgrjónablöndunni og raðaðu þeim í stórt eldfast mót. Bakaðu grænmetið í 20-25 mínútur eða þar til það er alveg meyrt

  5. Berðu fylltu tómatana og paprikunar fram með t.d. grænu salati.


ree
ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page