top of page

Fræhrökkbrauð

  • Elín Sizemore
  • Oct 30, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinn Af bestu lyst 4


1/2 dl sólblómafræ

1/2 dl sesamfræ

1/4 dl hörfræ

1/2 dl graskersfræ

1/2 tsk salt

1 dl maísenamjöl

1/2 dl repjuolía

1 1/2 dl sjóðandi vatn

1dl sólblómafræ


Aðferð:

1. Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maísenamjöli í skál. Ef þessi fræ eru ekki til á heimilinu er í lagi að nota aðrar tegundir, en hörfræjin eru frekar mikilvæg.

2. Hellið repjuolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Deigið á að vera eins og þunnur grautur.

3. Hellið deiginu á ofnplötu með bökunarpappír og breiðið þunnt út.

4. Bakið í 150°C heitum ofni í eina klukkustund.

5. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur eða lengur. Takið út úr ofninum, látið kólna og brjótið í passlega stóra bita.



ree
ree






ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page