Flatböku verkefni í Heilsufæði
- Elín Sizemore
- Sep 22, 2020
- 2 min read
Heimaverkefnið að þessu sinni var að gera þrjár pizzur, en ekki hefbundnar pizzur. Heldur með grænmeti og ávöxtum. Ekkert kjötálegg var leyfilegt. Tvær grænmetispizzur og þriðja pizzan er berjapizza sem er tilvalin eftirréttur.
Uppskriftirnar koma úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa eftir Sollu Eiríks. Bakað var eftir grunnuppskrift af botnum og áttum við að velja tvær grænmetispizzu uppskriftir af nokkrum sem voru í boði. Af þeim uppskriftum sem voru þá leist mér best á flatbökuna með geitaostinum og klettasalati og flatbökuna með rauðlauki og papriku.
Það reyndist þó erfitt fyrir mig að fá hráefni í pizzurnar hérna á austfjörðunum. Ég lenti í vandræðum með að finna geitaost, en geitaosturinn sem ég fann var mjög mjúkur og líktist mest rjómaosti. Rósmarínnálar voru hvergi fáanlegar og einning fann ég hvergi grillaðar papriku. Ég sleppti rósmarín, en fann uppskrift af grillaðari papriku á paz.is. Það var ekki flókið og eitthvað sem ég mun klárlega nota á pizzur framvegis, þar sem þetta gerði mikið fyrir bragðið.
Allar þessar flatbökur eru hollari kostur en venjulegar pizzur. Í botnunum er notað gróft spelt sem gerir botnanna trefjaríkari en í hefbundnum pizzum og veldur ekki uppþembu eins og gerið á til að gera þar sem notað er lyftiduft í stað gers.
Ekkert kjötálegg er á pizzunum. En oftast er það mikið unnar kjötvörur eins og skinka og pepparoni. Þannig pizzurnar eru mjög léttar í magann og stútfullar af næringu.
Grunn-flatbökudeig
Uppskriftin passar vel fyrir tvo botna og er hún einföld og fljótleg, deigið er mjög þægilegt og viðráðanlegt. Auðveldasta leiðin er að láta hnoða deigið í hrærivél.
Mikilvægasti við gerð þessa botna var að eftir að þeir eru komnir úr ofninum þarf að setja rakan klút yfir. Annars verður botninn mjög harður.
Grænmetispizzur
Báðar flatbökurnar voru mjög bragðgóðar. Það er skemmtilegt að prófa öðruvísi álegg á pizzur, ég mun klárlega nota þessar hugmyndir áfram.
Ef ég þyrfti að velja hvor væri betri þá myndi ég velja geitaosta og klettasalat flatbökuna. Þótt hin var mun bragðmeiri þá fyrir minn smekk var of mikill laukur. Þeir áttu að vera tveir en ég setti bara einn og mér fannst það samt of mikið.
Kapersberin og geitaostur var ekki eitthvað sem ég hafði prófað áður á pizzu og kom það mjög skemmtilega á óvart. Pestó í staðinn fyrir pizzasósu gerði gæfumun.
Báðar pizzurnar voru góðar og komu virkilega á óvart.


Berjaflatbakan
Þessi eftirrétta flatbaka er eitthvað sem ég mun hafa í uppskriftabankanum framvegis. Á þessum hálftíma sem tók sirka að búa til deigið, baka og setja ber á var hún líka horfin. Allir í fjölskyldunni voru mjög hrifnir og báðu mig um að baka hana aftur seinna.
Í botninn notaði ég möndlur í stað heslihnetur. Botninn er mjög mjúkur með smá kanilbragði.
Hægt er að leika sér með uppskriftina hvað er sett á bökuna, bæði með ber og sultu og annað.
Hún er mjög einföld og fljótleg að gera. Ég setti jarðaberjasultu og fersk jarðaber á bökuna og bar hana fram með þeyttum jurtarjóma.

Comments