Ferða panini
- Elín Sizemore
- Oct 3, 2024
- 1 min read
Þessar brauðrúllur eru einkonar litlar ferðaútgáfur af panini. Þær henta vel sem nesti fyrir ferðalög og göngur. Í uppskriftinni eru hugmyndir af 12 útgáfum sem hægt er að setja í rúlluðu samlokunar en ég ákvað að prófa 4 af þeim.
Klassískar samsetningar eins og eldað kjöt, ostur og sulta en einnig sætari gerðir með nutella og rjómaosti. Hægt er að nota í raun og veru hvaða fyllingar sem er en gott er að hugsa samsetningar og hafa smá prótein og hafa samsetningar sem gefa bragð.
Ekki er ráðlagt að hafa of gróft brauð eða súrdeig, heldur hentar fínt brauð best í þetta og skera skorpuna af. Það var einhver skortur af franskbrauði þegar ég keypti hráefnin og notaði ég því brauðtertubrauð.
Þetta er mjög auðvelt og gæti verið skemmtilegt að gera í heimilisfræði og myndi henta vel yngri og eldri krökkum. Þar sem það þarf ekki að hita samlokunar þá væri auðvelt að gera fleiri en eina tegund í tíma.
Aðferð:
Skera af skorpuna og fletja út brauðið með kökukefli.
Setja þá fyllingu sem er valin, rúlla upp brauðið og skera í þá bitastærð sem hentar.
Þær fyllingar sem ég notaði:
Hráskinka, rjómaostur og hindberjasulta.
Hráskinka, rjómaostur, hindberjasulta og sultaður rauðlaukur.
Nutella, rjómaostur og hunang.
Reykt kjúklingaskinka, brie ostur og vel þroskaður banani.
Aðferð í myndum og fyllingar.
Hráefni:

Rúlla upp brauðinu fyrir hverja fyllingu

Rúlla upp svona og skera svo í bita í þá stærð sem hentar:

Fylling 1 með hráskinku, rjómaosti og hindberjasultu.

Fylling 2 með hráskinku, rjómaosti, hindberjasultu og sultuðum rauðlauk.

Fylling 3 með nutella, rjómaosti og hunangi.

Fylling 4 með reyktri kjúklingaskinku, brie og banana

コメント