Epla múffur
- Elín Sizemore
- Apr 23, 2023
- 2 min read
Ég elska allt bakkelsi með eplum þannig að þegar ég fann þessa uppskrift var ég spennt að prófa. Þessa uppskrift er á gott í matinn heimasíðunni https://www.gottimatinn.is/uppskriftir/epla-muffur.
Ég notaði múffu aðferðina, en hún er að fyrst er öllum þurrefnum blandað saman í eina skál og blautefni í sér skál og svo er öllu blandað saman. Mér fannst þessi uppskrift mjög einföld en ekki bestu eplamuffins sem ég hef smakkað.
Það koma 12 möffins úr þessari uppskrift.
Uppskrift:
170 g hveiti
80 g hafrar
140 g sykur
1 tsk lyftiduft
1⁄2 tsk salt
2 tsk kanill
120 m lmjólk
2 stk egg
80 g smjör
50 g síróp
2 stk meðalstór epli að eigin vali
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður og raðið muffinsformum í bökunarform.
Blandið saman hveiti, höfrum, sykri, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og hrærið saman.
Í aðra skál blandið saman mjólk, eggjum, bræddu smjöri og sírópi og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Blandið hægt og rólega saman við hveitiblönduna og hrærið saman með sleif.
Skrælið eplin og skerið þau í litla bita og blandið saman við deigið og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
Setjið deigið í muffinsformin og fyllið þau ca. 2/3, gott er að nota t.d. ísskeið og setja eina skeið í hvert form. Deigið passar akkúrat í 12 stk.
Bakið í um 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr upp úr miðju kökunnar.
Aðferð í myndum.
Hráefni og áhöld.


Öll þurrefni í eina skál.

Í aðra skál, setja egg, mjólk, smjör, sýróp og hræra saman.


Setja svo þurrefnin smátt við hina blönduna og hræra vel.

Skera niður epli í litla bita og bæta við með sleif.


Setja möffinsform í muffinsbakka og ég nota ísskeið alltaf fyrir möffins, ein skeið passar akkurat fyrir í form.


Baka í 20 minútur eða þangað til að tannstöngull kemur þurr úr miðju kökunnar.





Comments