Ekta Amersísk epla baka
- Elín Sizemore
- Apr 23, 2023
- 3 min read
Verkefnið var að baka böku með fyllingu en að nota blindbakaðann bökubotn. Það þýðir að botninn er forbakaður áður en fyllingin fer í. Þegar það er gert þá fer deigið í formið og sett bökurnarpappír yfir og eitthvað í bökunarpappírinn til að þyngja, t.d. þurrar kjúklingabaunir eða hrísgrjón. Réttast væri að stinga smá í botninn áður en það er gert, sem ég steingleymdi, en kom ekki að sök.
Það er rosa misjafnt þegar maður leitar af uppskriftum af epla pie hvort botninn sé blindbakaður eða ekki, ég fann bara mjög flóknar uppskriftir þar sem var blindbakað, þannig að ég fann einfaldari og gerði það samt þótt það var ekki í uppskriftinni. Síðan sem ég fann uppskriftina heitir TasteAtlas og uppskriftin heitir All-American apple pie https://www.tasteatlas.com/apple-pie/recipe/all-american-apple-pie.
Þetta var fyrsta tilraun mín í að gera svona böku, og ég held að þetta verði líka sú síðasta. Mér fannst þetta of mikið maus og vesen til þess að endurtaka aftur. Allavega ekki á næstunni, hver veit hvað mér dettur í hug seinna. Hún varð nú ekki falleg hjá mér, enda lenti ég í veseni með að fletja út deigið og gerði bara eitthvað ofaná bökuna en hún var mjög góð, sérstaklega með vanilluís.
Uppskrift
Botn:
30 g hveiti
4 teskeiðir sykur
1/4 tsk salt
210 g kalt smjör
1 stórt egg (aðeins hrært saman með 2 tsk köldu vatni)
Fylling:
1350 g epli (sirka 10 stk)
2 mtsk sítrónusafi
140 g sykur
55 g ósaltað smjör
1/4 tsk kanill
1 tsk negull
1 stórt egg (aðeins hrært)
Aðerð:
Setjið hveiti, sykur og salt í skál og skerið smjöri í tenginga og blandið saman með höndunum þangað til þetta er eins og brauðmylsnur.
Bætið við eggi og vatni og notið hendurnar til þess að blanda saman í deig.
Setjið á disk, filmu yfir og kælið í að minnsta kosti klukkutíma.
Takið hýðið af eplunum og skerið þau niður í sneiðar í stóra skál.
Setjið sítrónusafa og sykur í skálina með eplunum og hrærið saman.
Setjið smjör á stóra pönna og bræðið.
Setjið eplablönduna á og hrærið stanslaust þangað til sykurinn er uppleystur.
Veiðið eplinn af pönnunni og setjið í stóra skál, reynið að taka sem minnsta vökva með, og ekki henda vökvanum.
Setjið pönnunna á meðalhita og leyfið vökvanum að malla í um 10 mínútur þangað til að hann verður að karmellu.
Hellið karmellunni yfir ásamt negul og kanil í eplaskálina og blandið vel saman og leyfið blöndunni að kólna alveg.
Takið deigið úr ískápnum ef það er kominn klukkutími eða meira og skiptið því í 2 hluta. Setjið annan hluta aftur í ísskápinn.
Fletjið út deigið, með mikillri þolinmæði á hveitistráðu borði þangað til að það kemst í bökuformið.
Setjið deigið í formið, stingið smá göt á deigið, svo bökunarpappír yfir og eitthvað til að þyngja yfir, ég notaði hrísgrjón.
Bakið á 220 gráðum í um 8-10 mínútur. Takið þá þynginguna af og bakið í 5-10 mínútur í viðbót eða þangað til það er smá gyllt á brúnunum.
Setjið eplafyllinguna yfir bökubotninn.
Takið restina af deiginu úr skápnum og setjið yfir. Ef það er heilt yfir þarf að stinga smá göt, en ég gerði bara ræmur og hafði smá bil á milli til að gufunar komist upp.
Setjið bökuna í kæli í um 15 mínútur og stillið ofninn á 190 gráður.
Penslið eggi yfir og bakið í 50 mínútur.
Kökuna á að bera fram volga.
Aðferð í myndum.
Hráefni og áhöld fyrir botninn.


Setjið hveiti, sykur og salt í skál, svo smjör og myljið saman með höndunum.



Bætið þá eggi og vatni og hnoðið saman.




Setjið á disk, filmu yfir og kælið.

Áhöld og hráefni fyrir fyllingu:

Flysjið epli, skerið í sneiðar og setjið í skál, setjið svo sykur og sítrónusafa og blandið við eplin.



Setjið smjör á pönnu og bræðið, setjið svo eplablönduna á, hrærið stanslaust þangað til sykurinn leysist upp.



Setjið eplin í stóra skál og reyna að taka sem minnst af vökvanum með og skilja hann eftir í pönnunni til að láta malla í 10 mínútur þangað til hann verður að karmellu.



Hellið karmellunni yfir eplin ásamt kanil og negul og blandið vel saman og látið kólna alveg.


Takið út deigið og fletjið út og setjið í formið, svo bökunarpappír og þyngingu og bakið.


Setjið svo fyllinguna yfir og deig yfir.


Kælið í 15 mínútur, penslið svo með eggi og bakið í 50 mínútur.

Berið fram með vanilluís.





Comments