Eggjalausar hvítar muffins
- Elín Sizemore
- Sep 17, 2024
- 2 min read
Updated: Sep 20, 2024
Þessar muffins gerðum við í áfanga sem heitir "Sérfærði og matur við sérstök tækifæri". Þessi uppskrift er eggjalaus og hentar því vel fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi. Í staðinn fyrir egg notuðum við eplamauk.
Hlutverk eggja í bakstri er margur en þar má nefna að þau hjálpa til með lyftingu, raka, bragð, bindingu hráefna, og eggjarauðan gefur mýkri áferð.
Hægt er að nota önnur hráefni í stað eggja t.d. edik, eplamauk, avocado, banana, kjúklingabaunir, chia fræ bleytt í vatni, hnetusmjör og vegan jógúrt.
Uppskriftin er svoldið þykk og því þurfti aðeins að bæta við vökva (vatn eða mjólk) til að þynna aðeins. Uppskriftin er mjög auðvelt að fara yfir og tekur aðeins um 20 mínútur að baka í ofninn. Í heildina er um 15 muffins hægt að fá úr uppskrifinni. Kökurnar eru þéttar en virkilega bragðgóðar, kremið á þær gerðu mikið fyrir kökunar og smakkaðist þær smá eins og litlar möndlukökur með keim af eplabragði.
Uppskriftin hentar vel fyrir kennslu í heimilisfræði á öllum aldursstigum.
Muffins:
150 g mjúkt smjörlíki
1 dl sykur
3 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiuft
1 dl eplamauk
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður.
Setjið sykurinn og smjörlíkið saman í skál og hrærið þar til létt og ljóst.
Sigtið hveiti og lyftiduft yfir og hrærið saman við.
Hrærið eplamaukinu saman við í lokin.
Setjið í muffinsform.
Bakið við 180 gráður í 20 mínútur og látið kólna.
-ATH!-
-Munið að athuga hvort þær séu tilbúnar með því að stinga prjón í miðjuna og ef hann kemur hreinn út eru þær tilbúnar.
-Þessa uppskrift má breyta með því að nota 1 dl stappaðann banana, apríkósumauk eða annað mauk í stað eplamauks.
Krem:
250 g flórsykur
mjólk til að þynna með
matarlitur (val)
1 tsk möndludropar
Aðferð:
Setjið flórsykurinn í skál og hrærið mjólkinni saman við í smá skömmtum þar til kremið er orðið hæfilega þykkt.
Setjið nokkra dropa af matarlit út í ef þið kjósið það ásamt möndludropum.
Smyrjið kreminu ofan á muffins þegar þær hafa kólnað.

Comments