top of page

Eggjalaus súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

  • Elín Sizemore
  • Sep 17, 2024
  • 2 min read

Updated: Sep 20, 2024

Þessa súkkulaðiköku gerðum við í áfanga sem heitir "Sérfærði og matur við sérstök tækifæri". Þessi uppskrift er eggjalaus og hentar því vel fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi. Í staðinn fyrir egg er hvítvínsedik notað. Uppskriftin er mjög stór og hentar því vel í skúffu eða í tvö form ca 20*30 cm stór. Hlutverk eggja í bakstri er margur en þar má nefna að þau hjálpa til með lyftingu, raka, bragð, bindingu hráefna, og eggjarauðan gefur mýkri áferð.

Hægt er að nota önnur hráefni í stað eggja t.d. edik, eplamauk, avocado, banana, kjúklingabaunir, chia fræ bleytt í vatni, hnetusmjör og vegan jógúrt.

Auðvelt er að fara eftir uppskriftinni og bökunartíminn er um 1 klst. Kakan er virkilega góð og er einnig svoldið þétt í sér og hentar því vel til að skreyta t.d. fyrir afmæli, þar sem hún molnar ekki mikið. Þar sem bökunartíminn er frekar langur hentar þessi ef til vill ekki í kennslu.


Stillið ofninn á 180 gráður á undir og yfirhita (ekki blástur)


Kökubotnar:


450 g hveiti

6 msk kakó

2 tsk lyftiduft

2 tsk matarsódi

300 g sykur

125 ml matarolía

300 ml vatn

2 msk hvítvínsedik

2 tsk vanilludropar


Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180 gráður.

  2. Sigtið saman hveiti, kakó, lyftidufti og matarsóda í stóra skál og blandið sykri saman við.

  3. Blandið öllum vökva og olíu saman í aðra skál.

  4. Hellið vökvablöndunni saman við þurrefnin í einu lagi og hrærið rólega þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust, bætið við vatni ef þarf.

  5. Setjið deigið í bökunarpappírsklætt form og bakið í um það bil 60 mínútur eða þar til að prjónn sem stunginn er í kökuna kemur þurr út.

  6. Takið kökuna úr forminu og kælið.

    +

Krem yfir kökuna:


4 dl flórsykur

4 msk kakó

75 g smjör

1 msk sýróp

4 msk kaffirjómi


Aðferð:

  1. Sigtið saman flórsykur og kakó.

  2. Hitið við vægan hita í litlum potti smjör, sýróp og kaffirjóma þar til smjörið er bráðnað.

  3. Hellið þá vökvanum út í þurrefnin og hrærið þangað til kremið er mjúkt og kekkjalaust.

  4. Hrærið áfram rösklega með trésleif þar til kremið hefur kólnað aðeins og þykknað.

  5. Smyrjið snyrtilega yfir kökuna.



ree

 
 
 

Comentários


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page