top of page

Eggja-og ostaréttur

  • Elín Sizemore
  • Apr 2, 2023
  • 1 min read

Þennan rétt fékk ég hjá frænku minni en þetta er eiginlega brauðréttur en aðal hráefnið er egg. Hún bíður alltaf upp á þetta þegar við komum í heimsókn og hann er mjög góður. Ég gerði að vísu bara hálfa uppskrift en set inn uppskriftina heila. Þessi er alltaf klassískur og hægt að gera við mörg tilefni. Þar sem aðal hráefnið er egg er hann svoldið ólíkari venjulegum brauðréttum sem yfirleitt eru með aspas og smurosti í.


Hráefni:


10 stór egg

1 1/2 bolli mjólk

2 tsk. Dijon sinnep

2 tsk. ferskt timjan

1 tsk. hvítlaukskrydd

salt og pipar

4 bollar fransbrauð, skorið í teninga

225 g skinka, skorin í bita

1 1/2 bolli rifinn ostur


Aðferð:

1. Hitið ofninn í 175°C.

2. Þeytið egg, mjólk, sinnep, timjan, hvítlaukskrydd, salt og pipar vel saman í stórri skál.

3. Smyrjið stórt, eldfast mót. Raðið brauðinu í botninn og dreifið skinku og osti yfir brauðið.

4. Hellið eggjablöndunni yfir herlegheitin og bakið í 45 til 55 mínútur, eða þar til eggin eru elduð.


Aðferð i myndum


Hráefni og áhöld:


ree

ree

Setjið egg, mjólk, sinnep og krydd í skál og hrærið vel saman


ree

ree

Smyrjið eldfast mót og setjið brauð í botninn, svo skinku


ree

ree

Setjið rifinn ost og hellið svo eggjablöndunni yfir.


ree

ree

ree

Bakið í 45-55 mínútur eða þangað til eggin eru tilbúin.


ree

ree

 
 
 

ความคิดเห็น


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page