top of page

Chili Sin Carne

  • Elín Sizemore
  • Oct 16, 2020
  • 1 min read

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Af bestu lyst 4.

Mjög góður með guacamole, hrísgrjónum eða fersku grænmeti.


1 laukur

3 msk ólífuolía

1/2 - 1 msk chiliduft (ekki chilipipar)

2 hvítlauksgeirar

1 1/2 dl vatn

2 1/2 dl niðursoðnir hakkaðir tómatar

1 dós (70 g) tómatmauk (paste)

1 msk kumminfræ

1 msk óreganó

1/4 tsk salt

1 msk kjötkraftur

2 dl soðnar kjúklingabaunir (ein dós)

2 dl soðnar nýrnabaunir (ein dós)

1 ferskt chilialdin, ef vill


  1. Saxaðu laukinn.

  2. Hitaðu olíu í potti og steiktu laukinn ásamt chiliduftinu þar til hann er glær.

  3. Saxaðu hvítlaukinn smátt.

  4. Settu allt nema baunirnar í pottinn, hrærðu saman og láttu sjóða í 10 mínútur.

  5. Bættu loks baunum út í réttinn, bragðbættu e.t.v með meira chilidufti og saltaðu og pipraðu eftir smekk.


ree
ree


ree
ree

ree
ree

ree
ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page