Chicken Alfredo
- Elín Sizemore
- Feb 26, 2023
- 2 min read
Næsta menningarsvæði sem ég valdi var Ítalía og þá chicken Alfredo...nema að ég komst að því að chicken Alfredo í dag sé ekkert voðalega Ítalskt. Þótt uppruninn sé Ítalskur þá er upprunalega uppskriftin langt í frá því sem við pöntum á veitingahúsum. Rétturinn sjálfur er ekkert sá vinsælasti í Ítalíu en í Bandaríkjunum er hann gríðarlega vinsæll og uppskriftin sem ég notaði er meira frá USA en Ítalíu. Uppskriftina fann ég á heimasíðu Belly full https://bellyfull.net/chicken-alfredo-recipe/
en ég gerði tvennt aðeins öðruvísi en er í uppskriftinni og það var að nota cajun krydd í staðinn fyrir ítalskt krydd og ég setti smá balsamik edik yfir ásamt parmesan ost.
Uppskrift
400-500 g fettuccine pasta (ég notaði ferskt, því það var það eina sem var til)
500 g kjúklingabringur
1 tsk cajun eða ítalskt krydd
3/4 tsk salt
1/4 tsk pipar
2 msk ólífuolía
1 msk smjör
Sósa
1/2 bolli smjör
2 bollar rjómi
1 hvítlauksrif
3/4 tsk hvítlaukskrydd
3/4 tsk cajun eða ítalskt krydd
1/4 tsk salt
1/4 tsk pipar
2 bollar ferskur rifinn parmesan ostur
Aðferð:
1. Ef það er ekki notað ferskt pasta á skal byrja á því að sjóða pastað og geyma 1/2 bolla af pastavatni frá. Ef þú notar ferskt þá geymir þú aðeins pastað því það tekur bara 3 mínútur að verða tilbúið.
2. Krydda kjúklinginn með cajun, salt og pipar.
3. Setja olíu á pönnu og steikja kjúklinginn í 5-7 mínútur á einni hlið, snúa svo bringunum við og setja smjörklípu á milli bringanna og dreifa því um pönnunna og steikja í 5-7 mínútur í viðbót.
4. Taka kjúklinginn til hliðar og leyfa honum að standa í um 3 mínútur áður en þú skerð bringurnar í sneiðar.
5. Á sömu pönnu á meðalhita setja smjör og rjóma og hræra rólega með sleif þangað til smjörið leysist upp.
6. Bæta við hvítlauk, hvítlauksdufti, cajun eða ítalskt krydd, salt og pipar og hræra þangað til blandan er mjúk.
7. Bæta við parmesanosti og láta hann bráðna í sósunni.
8. Ef þú notar ferskt pasta væri gott að fara að fara að sjóða pastað meðan parmesan osturinn bráðnar.
9. Taka sósu af hitanum og setja pasta út í.
10. Á disk/skál segja pasta, kjúkling yfir og parmesan yfir.
Uppskrift í myndum.
Hráefni:

Áhöld:

Byrja á því að krydda kjúklinginn og hita olíu á pönnu.


Steikti í 5-7 mínútur á aðra hliðina og svo þegar ég sneri bringunum við bætti ég við smjöri.


leggja svo kjúklinginn til hliðar og byrja á sósunni. Setti smjör og rjóma á sömu pönnu og svo krydd við.


Svo parmesanost og á meðan hann var að bráðna byrjaði ég að sjóða vatn fyrir pastað.



Setti svo pastað í sósuna og blandaði saman.

Setja pasta á disk eða í skál, svo kjúkling, smá balsamik edik, parmesan og steinselju.

댓글