top of page

Bragðmiklir og sætir snúðar

  • Elín Sizemore
  • Oct 3, 2024
  • 2 min read

Hér er uppskrift af deigi sem hægt er að nota í fínni gerð af pizzasnúðum og kanilsnúðum. Ég gerði þetta sem snúða en einnig er hægt að rúlla upp í horn eða baka heila rúllu og skera svo niður. Í þessa uppskrift er notuð grunnuppskrift af deigi sem hentar í báðar gerðir.

Þetta er fullkomið í nestið hvort sem það er í ferðalag, göngur eða jafnvel bara til að njóta heima. Hefunartími deigsins er 1 klukkutími sem er aðeins of langur fyrir heimilisfræðikennslu en það er möguleiki á að stytta hann aðeins.

Samkvæmt uppskrifitinnni á aðeins að setja hluta hveitis í deigið og það á að vera klístrað, en það gerðist ekki hjá mér og þurfti ég ekki að nota nema örlítið hveiti í endann til að bæta við. Hægt er að skipta deiginu og gera báðar tegundir eða velja hvora fyllingu þið viljið gera frekar.


Grunndeig:

1 bolli volgt vatn

1 msklger

1/2 tsk sykur

3 bollar hveiti

2 msk ólífuolía

1 tsk salt


Aðferð:

  1. Setjið vatn, ger og sykur saman og látið standa í 5 mínútur.

  2. Bætið við 2 1/2 bolla af hveiti (geyma afgang þangað til seinna), 1 msk af olíu, og salt við. Deigið á að vera klístrað.

  3. Setjið deigið í hveitistráða skál og bætið við rest af deiginu þangað til deigið verður þéttara.

  4. Setjið deigið í aðra skál og setjið restina af olíunni við. Ég notaði pensil til þess að ná að setja yfir allt deigið.

  5. Látið það lyfta sér í 1 klst á heitum stað með klúti yfir eða þangað til það hefur náð að tvöfaldast.


Fylling fyrir pizzasnúða

2 msk pizza sósa

1 msk rifinn mozzarella (ég notaði nú aðeins meira)

1 msk fersk basilíka skorin smátt

1 msk parmaskinka skorin smátt (ég notaði aðeins meira þarna líka)

gróft salt og ólífuolía ofaná í lokin.


Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180 gráður blástur.

  2. Fletjið út deigið.

  3. Setjið pizzasósu fyrst, svo ost, basilíku og parmaskinku.

  4. Rúllið deiginu upp í pylsu.

  5. Skerið í um 1 cm bita og raðið á plötu klædda bökunarpappír, setjið smá olíu ofaná snúðana og örlítið af grófu salti.

  6. Setjið í miðju á ofninum og bakið í 12 mínútur.


Fylling í kanilsnúða

4 msk smjör (bráðið)

2 msk púðursykur

1 msk kanill

1 msk rúsínur (Val)

Örlítill sykur ofaná í lokin.


Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180 gráður blástur.

  2. Fletjið út deigið.

  3. Penslið deigið með smjörið

  4. Setjið sykur og kanilblönduna á og dreifið jafnt yfir deigið.

  5. Rúllið deiginu upp í pylsu.

  6. Skerið í um 1 cm bita og raðið á plötu klædda bökunarpappír, setjið smá smjör ofaná hvern snúð og stráið sykri yfir.

  7. Setjið í miðju á ofninum og bakið í 12 mínútur.


Aðferð í myndum:


Hráefni í grunndeig:

ree

Áhöld:

ree

Ger, vatn og sykur blandað saman. Seinni myndin er af deiginu rétt áður en það fór að lyfta sér.

ree
ree

Eftir að degiið var búið að lyfta sér var það búið að tvöfaldast og var mjög auðvelt að vinna með það og auðvelt að fletja það út án þess að klístrast við borðið.

ree
ree

Hráefni í pizzasnúðanna.

ree

Ég raðaði parmaskinkunni og rest aðeins út fyrir miðju í stað þess að dreifa út allt deigið svo snúðarnir myndu haldast vel saman.

ree
ree



ree
ree


ree

Hráefni í kanilsnúða


ree



ree
ree

ree



ree

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page