top of page

Besta eplakakan

  • Elín Sizemore
  • Feb 12, 2023
  • 1 min read

Þessi uppskrift er fengin af Gulur Rauður Grænn og Salt https://grgs.is/2016/08/21/besta-eplakakan/

Eplakaka er alltaf klassík og að bera fram með rjóma eða ís er algjört skilyrði. Þessi uppskrift er einföld og þægileg og ekki smá góð. Kakan kláraðist á sirka 5 mínútum og var borðuð með ís.


Besta eplakakan 200 g smjör, mjúkt 250 g sykur 3 egg 150 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2-3 epli 3 msk sykur 1 tsk kanill

  1. Hrærið smjör og sykur saman þar til létt og ljóst.

  2. Hrærið eggjum saman við einu í einu.

  3. Hrærið því næst hveiti og lyftidufti saman við. Setjið smjörpappír í 22cm hringform og hellið deiginu þar í.

  4. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið og skerið í þunna báta. Stingið þeim í deigið. Það er allt í góðu þótt deigið hylji ekki yfir öll eplin.

  5. Blandið sykri og kanil saman ivð og stráið yfir eplin, magn eftir smekk. Bakið við 190°c í 30-40 mínútur. Stingið prjón í miðju kökunnar til að ganga í skugga um að hún sé tilbúin. Berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís….og njótið!

Aðferð í myndum:

Hráefni:

ree

Áhöld:


ree

Hræra saman smjör og sykur þangað til það er létt og ljóst. Bæta svo við eggjum einu í einu og svo afgang af hráefnum.


ree

ree

Flysja og skera niður epli.

ree

ree

Smyrja form og setja smjörpappír í botninn.


ree

ree

Setja deigið í formið og raðið eplum yfir og stráið yfir kanilsykri.


ree

ree

Bakið í 30-40 minútur og berið fram volga með ís eða rjóma.


ree

ree

ree

ree

 
 
 

Comentários


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page