Berja flatbaka
- Elín Sizemore
- Sep 22, 2020
- 1 min read
Þessi berja-flatbaka kemur úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa eftir Sollu Eiríks. Í bókinni heitir uppskriftin Bláberjaflatbaka en það er hægt að nota hvaða ber sem maður vill.
Botn:
3dl spelt
1 dl heslihnetur eða möndlur
2-3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2-1 tsk salt
1 tsk kanill
1 tsk vanilluduft eða -dropar
1-2 msk ólífuolía
2 dl ab-mjólk eða sojajógúrt
Fylling:
1-2 dl berjasulta
1 box fersk ber eða 250g frosin
Bakstur gerist varla einfaldari og fljótlegri sem þessi flatbaka er og hún getur ekki klikkað.
Það er tilvalið að baka nokkra auka botna og frysta, þá verður þetta fljótlegasta kaka í heimi. Það þarf ekki að baka hana eftir að fyllingin er komin á ef hún er nýbökuð. Það getur samt verið gott að hita flatbökuna ef hún er tekin úr frysti. Hægt er að nota bláberjasultu og bláber eða jarðaberjasultu og jarðaber eða hindberjasultu og hindber, bara það sem þér dettur í hug.
Aðferð:
Malið hnetur eða möndlur.
Blandið mjöli, hnetum, lyftidufti, salti, kanil og vanillu saman í skál.
Hrærið olíu og ab-mjólk útí.
Ef deigið er of blautt bætið þá mjöli við, ef það er of þurrt bætið við vökva. Deigið á að vera líkt og eyrnasnepli í viðkomu og deigið dugar í 2 botna.
Fletjið deigið út á bökunarpappir. Hafið hana um 25 cm í þvermál.
Setjið bökunarpappírinn með bökunni á plötu og bakið við um 200°C í 5 mínútur.
Smyrjið sultu á botninn og ber ofaná.
Berið bökuna annað hvort eins og hún er eða stingið henni í ofninn í 200°C í um 5 mínútur.












Comments