top of page

Auðveldur pestó kjúklingur (ketó) og kryddhrísgrjón.

  • Elín Sizemore
  • Feb 12, 2023
  • 2 min read

Þetta er mjög fljótleg uppskrift og virkilega góð, bringan varð ekkert þurr eins og hún á til og kryddgrjónin fullkomin með. Mun pottþétt gera þessa uppskrift aftur því hún var einföld og bragðgóð og ekki þarf neina sósu með þessu. Uppskriftina af kryddgrjónum fékk ég hjá vinkonu.

Ég minnkaði mína uppskrift um helming og var aðeins með tvær kjúklingabringur.


Uppskrift:


2 kjúklingabringur.

Sjávarsalt.

4-5 beikonsneiðar.

0,75 bolli pestó.

85 g sterkur cheddar ostur rifinn.

0.75 bolli Cherry tómatar.

1/2 mtsk fersk skorin basilika .

1/2 mtsk olífuolía.

steinselja, basilíka eða annað til að skreyta.


Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C.

  2. Skerið kjúkklingabringur í tvennt langsum, en ekki alla leið. Setjið filmu yfir og berjið bringurnar með kjöthamri. Setjið salt og pipar á báðar hliðar.

  3. Setjið beikon á yfirborðið og setjið kjúklingabringurnar á þær.

  4. Setjið pestó á báðar bringurnar og svo cheddarostinn.

  5. Rúllið upp bringunum og festið með tannstönglum á sitthvorn enda hverra bringu.

  6. Hitið olíu á pönnu á meðalhita. Setjið kjúklinginn á og steikið á öllum hliðum í um 6-8 mínútur.

  7. Setjið bringurnar í eldfast mót eða hafið áfram á pönnunni ef hún má fara í ofninn. Setjið cherry tómata á og setjið í ofnin í um 13-15 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef þið notið kjöthitamæli ætti hann að lesa 75°C.

  8. Skreytið með söxuðum jurtum og njótið.


Kryddgrjón:


Uppskrift:


225 ml vatn.

Smá sjávarsalt.

1/2 tsk túrmerkik

1 kjúklingakraftur.

150 ml hrísgrjón.


Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott ásamt kjúklingakraft og túrmerik í vatnið og látið suðuna koma upp og svo hrísgrjón.

  2. Látið malla í um 13 mínútur og passið að hræra reglulega.

  3. Takið af hitanum, stráið salti yfir og hrærið.

  4. Setjið lok yfr og látið standa undir loki í 10 mínútur.


Aðferð í myndum:


Hráefni.

ree

Áhöld:

ree

Skerið kjúklingabringur næstum í tvennt og leggjið plastfilmu yfir of berjið með kjöthamri,

ree

ree

ree

Leggjið beikon á yfirborðið, svo pestó og síðast cheddar osti.

ree

ree

ree

Rúllið upp og setjið tannstöngul á sitthvorn endanna.

ree

Steikið á pönnu með olíu á meðalhita allar hliðar og svo í eldfast form og tómata yfir og eldið í um 15 mínútur í ofni eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

ree

ree

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum græjaði ég hrísgrjónin.

ree

Setjið vatn, kraft og túrmerik í pott og látið suðuna koma upp.

ree

Bætið grjónum við þegar suðan er komin og látið malla í 13 mín, muna að hræra reglulega. Setjið svo lokið yfir og látið standa í 10 mín ca undir lokinu.


ree

ree

Setjið grjón á disk og bringu yfir. Mjög gott með salati.

ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page